Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. janúar 2026 20:54 Njarðvíkurkonur spiluðu vel í kvöld og hjálpa hér Danielle Rodriguez upp af gólfinu. Rodriguez var með þrennu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkurkonur mættu vængbrotnar til leiks en unnu engu að síður sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Njarðvík vann á endanum með ellefu stiga mun, 88-77. Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez voru frábærar í forföllum hinnar handbrotnu Paulinu Hersler; Dinkins skoraði 34 stig og Danielle var með þrefalda tvennu; 24 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Keishana Washington skoraði 32 stig fyrir Keflavík. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvíkurkonur mættu vængbrotnar til leiks en unnu engu að síður sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Njarðvík vann á endanum með ellefu stiga mun, 88-77. Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez voru frábærar í forföllum hinnar handbrotnu Paulinu Hersler; Dinkins skoraði 34 stig og Danielle var með þrefalda tvennu; 24 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Keishana Washington skoraði 32 stig fyrir Keflavík. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.