Innlent

Eldur í sendi­bíl á Miklu­braut

Eiður Þór Árnason skrifar
Ljósmynd sem náðist af vettvangi í dag.
Ljósmynd sem náðist af vettvangi í dag. Aðsend

Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs.

Tilkynning barst um eldinn klukkan 17:15 í dag. Ekki var talið að fólk væri í hættu en sjúkrabíll sendur þangað sem varúðarráðstöfun.

Þetta segir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem bætir við að vinna og frágangur haldi nú áfram til að tryggja öryggi á vettvangi.

Veistu meira um málið eða náðir ljósmyndum á vettvangi? Þú getur sent okkur fréttaskot hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×