Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2026 18:29 Frá mótmælum í Minneapolis í gær. AP/Adam Gray Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að senda Tom Homan, svokallaðan „landamærakeisara“ sinn, til Minnesota. Þar á hann að ræða við Tim Walz, ríkisstjóra, og aðra embættismenn um ástandið þar og aðgerðir alríkisútsendara. Gífurlega spenna er í ríkinu eftir að útsendarar þessir skutu aðra manneskju til bana um helgina. Að minnsta kosti þrjú þúsund útsendarar stofnana eins og Innflytjenda-, og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og Landamæraeftirlits Bandaríkjanna (CBP) hafa verið þar á undanförnum vikum. Þar eiga þeir að vera til að hafa hendur í hári fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum og hefur störfum þeirra verið mótmælt mjög. Þá hafa lögmenn Minnesota og lögmenn ríkisstjórnarinnar tekist á í dómsal í dag, þar sem lögmenn Minnesota reyna að fá dómara til að úrskurða aðgerðir alríkisins í ríkinu ólöglegar. Sagður hafa lofað óháðri rannsókn Trump lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði átt gott samtal við Walz og að þeir virtust vera með svipaðan þankagang varðandi ástandið í Minnesota. Um töluverða tónbreytingu er að ræða hjá forsetanum en undanfarna daga og vikur hefur hann ítrekað sakað Walz um að bera ábyrgð á ástandinu og spennunni í Minnesota. Trump hefur ítrekað sakað Walz um að ýta undir mótmæli gegn ICE. Trump sagðist ætla að senda Homan til ríkisins og hann myndi, með samvinnu Walz, finna leiðir til að tryggja að útsendarar ICE gætu unnið sín störf og komið höndum yfir glæpamenn sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum og eru í haldi yfirvalda Minnesota. Sjá einnig: Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði New York Times hefur eftir starfsmönnum Walz að ríkisstjórinn hafi fengið Trump til að tryggja að óháð rannsókn á því þegar alríkisútsendarar skutu þau Renee Good og Alex Pretti til bana. Þá mun Trump einnig hafa samþykkt að leita leiða til að fækka alríkisútsendurum í Minnesota. Einnig tekist á í dómsal Áðurnefndir lögmenn, á vegum yfirvalda í Minnesota og ríkisstjórnar Trumps, mættust í dómsal alríkisdómarans Katherine Menendez í dag. Var það vegna þess að ráðamenn í Minnesota vilja að dómstólar stöðvi aðgerðir alríkisstjórnarinnar í ríkinu. Einn lögmanna Minneapolis sagði að stöðva þyrfti alríkið í Minnesota. Þessar aðgerðir væru fordómalausar og hefðu skapað mikinn ótta í ríkinu. Dauði Alex Pretti, sem var skotinn í bakið um helgina, sýndi að ástandið gæti ekki varað mikið lengur. Sjá einnig: Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Menendez spurði lögmenn ríkisstjórnarinnar meðal annars hvert markmið þessara aðgerða væri. Vísaði hún sérstaklega til bréfs sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, sendi til Walz. Þar sagðist Bondi geta stöðvað aðgerðirnar ef Walz afhenti ríkisstjórninni upplýsingar úr kjörskrám ríkisins og upplýsingar um fólk sem nýtur sér félagsþjónustu. Þá krafðist hún einnig þess að yfirvöld í Minnesota hættu að hlífa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Dómarinn benti á að þessar kröfur sneru allar að lögum Minnesota og spurði hvort ríkisstjórnin væri að reyna að beita valdi til að ná markmiðum sem ekki hefði tekist að ná fram gegnum dómstóla. Lögmaður ríkisstjórnarinnar sagði að það myndi engin áhrif hafa á aðgerðir útsendara alríkisins ef Walz yrði við kröfum Bondi en í frétt Washington Post segir að dómarinn hafi virst efast um það að orð lögmannsins væru rétt. Bondi hefði sagt tengt þetta tvennt berum orðum. Þá segir AP fréttaveitan að Menendez hafi spurt hvar takmörkin á aðgerðum alríkisins væru. Gætu tíu þúsund útsendarar verið sendir til ríkisins, undir því yfirskyni að þeir væru þar að finna fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum. Þá velti hún vöngum yfir því að útsendarar ICE, CBP og annarra stofnana heimavarnaráðuneytisins væru ekki eingöngu að leita að innflytjendum. Lögmaður ríkisstjórnarinnar sagðist ekki sjá hvernig það skipti máli að þeir væru að gera fleiri hluti en að elta uppi innflytjendur, á meðan útsendararnir héldu sér við lögbundið svið þeirra. Menendez sagðist ekki ætla að úrskurða í málinu strax en lofaði því að málið væri í algjörum forgangi hjá henni. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Gríðarleg reiði hefur gripið um sig í Minnesota og víðar í Bandaríkjunum í kjölfar þess að hjúkrunafræðingurinn Alex Pretti, 37 ára, var skotinn til bana af fulltrúum innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum á laugardag. 26. janúar 2026 06:53 Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. 24. janúar 2026 22:36 NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis NBA-deildin í körfubolta hefur frestað leik Minnesota Timberwolves og Golden State Warriors sem fara átti fram í kvöld í Minneapolis vegna vaxandi óeirða eftir að maður var skotinn til bana í átökum við alríkisyfirvöld á laugardagsmorgun. 24. janúar 2026 20:21 Tugþúsundir mótmæltu ICE Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum. 24. janúar 2026 10:24 Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. 22. janúar 2026 07:56 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú þúsund útsendarar stofnana eins og Innflytjenda-, og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og Landamæraeftirlits Bandaríkjanna (CBP) hafa verið þar á undanförnum vikum. Þar eiga þeir að vera til að hafa hendur í hári fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum og hefur störfum þeirra verið mótmælt mjög. Þá hafa lögmenn Minnesota og lögmenn ríkisstjórnarinnar tekist á í dómsal í dag, þar sem lögmenn Minnesota reyna að fá dómara til að úrskurða aðgerðir alríkisins í ríkinu ólöglegar. Sagður hafa lofað óháðri rannsókn Trump lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði átt gott samtal við Walz og að þeir virtust vera með svipaðan þankagang varðandi ástandið í Minnesota. Um töluverða tónbreytingu er að ræða hjá forsetanum en undanfarna daga og vikur hefur hann ítrekað sakað Walz um að bera ábyrgð á ástandinu og spennunni í Minnesota. Trump hefur ítrekað sakað Walz um að ýta undir mótmæli gegn ICE. Trump sagðist ætla að senda Homan til ríkisins og hann myndi, með samvinnu Walz, finna leiðir til að tryggja að útsendarar ICE gætu unnið sín störf og komið höndum yfir glæpamenn sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum og eru í haldi yfirvalda Minnesota. Sjá einnig: Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði New York Times hefur eftir starfsmönnum Walz að ríkisstjórinn hafi fengið Trump til að tryggja að óháð rannsókn á því þegar alríkisútsendarar skutu þau Renee Good og Alex Pretti til bana. Þá mun Trump einnig hafa samþykkt að leita leiða til að fækka alríkisútsendurum í Minnesota. Einnig tekist á í dómsal Áðurnefndir lögmenn, á vegum yfirvalda í Minnesota og ríkisstjórnar Trumps, mættust í dómsal alríkisdómarans Katherine Menendez í dag. Var það vegna þess að ráðamenn í Minnesota vilja að dómstólar stöðvi aðgerðir alríkisstjórnarinnar í ríkinu. Einn lögmanna Minneapolis sagði að stöðva þyrfti alríkið í Minnesota. Þessar aðgerðir væru fordómalausar og hefðu skapað mikinn ótta í ríkinu. Dauði Alex Pretti, sem var skotinn í bakið um helgina, sýndi að ástandið gæti ekki varað mikið lengur. Sjá einnig: Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Menendez spurði lögmenn ríkisstjórnarinnar meðal annars hvert markmið þessara aðgerða væri. Vísaði hún sérstaklega til bréfs sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, sendi til Walz. Þar sagðist Bondi geta stöðvað aðgerðirnar ef Walz afhenti ríkisstjórninni upplýsingar úr kjörskrám ríkisins og upplýsingar um fólk sem nýtur sér félagsþjónustu. Þá krafðist hún einnig þess að yfirvöld í Minnesota hættu að hlífa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Dómarinn benti á að þessar kröfur sneru allar að lögum Minnesota og spurði hvort ríkisstjórnin væri að reyna að beita valdi til að ná markmiðum sem ekki hefði tekist að ná fram gegnum dómstóla. Lögmaður ríkisstjórnarinnar sagði að það myndi engin áhrif hafa á aðgerðir útsendara alríkisins ef Walz yrði við kröfum Bondi en í frétt Washington Post segir að dómarinn hafi virst efast um það að orð lögmannsins væru rétt. Bondi hefði sagt tengt þetta tvennt berum orðum. Þá segir AP fréttaveitan að Menendez hafi spurt hvar takmörkin á aðgerðum alríkisins væru. Gætu tíu þúsund útsendarar verið sendir til ríkisins, undir því yfirskyni að þeir væru þar að finna fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum. Þá velti hún vöngum yfir því að útsendarar ICE, CBP og annarra stofnana heimavarnaráðuneytisins væru ekki eingöngu að leita að innflytjendum. Lögmaður ríkisstjórnarinnar sagðist ekki sjá hvernig það skipti máli að þeir væru að gera fleiri hluti en að elta uppi innflytjendur, á meðan útsendararnir héldu sér við lögbundið svið þeirra. Menendez sagðist ekki ætla að úrskurða í málinu strax en lofaði því að málið væri í algjörum forgangi hjá henni.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Gríðarleg reiði hefur gripið um sig í Minnesota og víðar í Bandaríkjunum í kjölfar þess að hjúkrunafræðingurinn Alex Pretti, 37 ára, var skotinn til bana af fulltrúum innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum á laugardag. 26. janúar 2026 06:53 Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. 24. janúar 2026 22:36 NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis NBA-deildin í körfubolta hefur frestað leik Minnesota Timberwolves og Golden State Warriors sem fara átti fram í kvöld í Minneapolis vegna vaxandi óeirða eftir að maður var skotinn til bana í átökum við alríkisyfirvöld á laugardagsmorgun. 24. janúar 2026 20:21 Tugþúsundir mótmæltu ICE Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum. 24. janúar 2026 10:24 Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. 22. janúar 2026 07:56 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Gríðarleg reiði hefur gripið um sig í Minnesota og víðar í Bandaríkjunum í kjölfar þess að hjúkrunafræðingurinn Alex Pretti, 37 ára, var skotinn til bana af fulltrúum innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum á laugardag. 26. janúar 2026 06:53
Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. 24. janúar 2026 22:36
NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis NBA-deildin í körfubolta hefur frestað leik Minnesota Timberwolves og Golden State Warriors sem fara átti fram í kvöld í Minneapolis vegna vaxandi óeirða eftir að maður var skotinn til bana í átökum við alríkisyfirvöld á laugardagsmorgun. 24. janúar 2026 20:21
Tugþúsundir mótmæltu ICE Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum. 24. janúar 2026 10:24
Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. 22. janúar 2026 07:56