Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson og Cristina Cretu skrifa 27. janúar 2026 12:01 Í gegnum tíðina hefur reglulega sprottið upp umræða um tilgang erfðafjárskatts. Skatturinn byggir á þeirri grunnforsendu að tilfærsla verðmæta milli kynslóða geti réttlætt skattlagningu. Um leið vekur hann upp spurningar um eðli „tekna“, greiðslugetu og mögulega tvísköttun, ekki síst þegar erfðir eru í formi eignarhluta í félögum. Arfur er hvorki laun né söluhagnaður, en er þó skattlagður. Á Íslandi er erfðafjárskattur nú 10% af skattstofni. Skatthlutfallið var hækkað úr 5% í 10% árið 2011. Þótt nokkur almenn sátt hafi ríkt um meginkerfið hafa reglulega komið fram tillögur um breytingar, einkum um skatthlutfall, frítekjumark og matsreglur. Matsreglur skipta sérstaklega máli þegar arfur er í formi eignarhlutar í rekstri. Í slíkum tilvikum getur skattskylda byggst á mati sem endurspeglar undirliggjandi verðmæti eigna, þótt erfinginn hafi hvorki selt eignina né fengið reiðufé í sinn hlut. Ef eignirnar eru síðan seldar, eða ef félagið selur eignir sem búa yfir óinnleystum virðisbreytingum, getur aftur komið til skattlagningar og skiptir þá engu máli að greiddur hafi verið erfðafjárskattur af sömu eign. Verðmætin sem söluhagnaður reiknast af tekur engum breytingum þó greiddur hafi verið erfðafjárskattur, stofninn hækkar ekki. Breytingar í vændum? Í lok síðasta árs kom fram frumvarp til breytinga á lögum um erfðafjárskatt sem á endanum var dregið til baka. Í einföldu máli fólst megin tillaga frumvarpsins í því að miða skyldi mat eigna mun oftar við „markaðsverð“. Þetta átti meðal annars að gilda um land, þar sem fasteignamat er oft lægra en markaðsverð. Einnig var lagt til að svipaðar matsreglur ættu að gilda um eignarhluti í félögum, þar sem taka átti rýmra tillit til undirliggjandi verðmæta og réttinda. Slík nálgun getur aukið skattstofninn verulega, og jafnframt aukið kostnað og flækjustig, bæði vegna matsgerða og ágreinings um verðmat en í lagafrumvarpinu var mjög óljóst hver ætti t.d. að bera þann kostnað. Einnig er rétt að hafa í huga að hjá félögum er oftast nær undirliggjandi tekjuskattsskattskuldbinding til staðar og erfinginn erfir ef svo má segja þá stöðu þegar hann erfir eignarhlut í félagi, en hann erfir ekki viðkomandi eignir sem í félaginu eru. Ef skattstofn erfðafjárskatts er færður nær markaðsverði án þess að horft sé til slíkra undirliggjandi skattskuldbindinga, getur niðurstaðan orðið sú að erfingi greiðir erfðafjárskatt af verðmætum sem eru í reynd „hlaðin“ framtíðarskattskuldbindingum. Slíkt fyrirkomulag fellur illa að þeim veruleika að á næstu árum munu mörg tilfelli kynslóðaskipta óhjákvæmilega eiga sér stað, meðal annars hjá bændum og fjölskyldufyrirtækjum. Skattkerfið þarf að vera skýrt og fyrirsjáanlegt að þessu leyti auk þess að vera sanngjarnt svo erfingjar þurfi ekki að bregðast við skyndilegu andláti með brunaútsölu til að fjármagna erfðafjárskattinn. Hvað með nágrannaríki okkar? Það er ekki bara á Íslandi sem erfðafjárskatturinn hefur verið umdeildur og hafa sum nágrannaríki okkar ákveðið að afnema hann að öllu leyti. Í Svíþjóð var skatturinn afnuminn árið 2004 og Norðmenn gerðu slíkt hið sama árið 2014 og var það m.a. gert til að liðka fyrir kynslóðaskiptum. Fleiri lönd sem við viljum almennt bera okkur saman við eru ekki með erfðafjárskatt svo sem Austurríki, Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland. Hver er framtíð erfðafjárskatts? Þegar litið er á erfðafjárskatt í stærra samhengi skiptir ekki aðeins máli hverju skatturinn skilar í tekjur fyrir ríkissjóð, sem er reyndar ekki hlutfallslega mikið af tekjum ríkissjóðs, heldur einnig hvaða umsýslu- og afleiddur kostnaður fellur til, bæði hjá stjórnvöldum og almenningi. Einnig þarf að huga að því hvort skattlagningin styðji eða torveldi eðlilegar eignatilfærslur hvort sem það er í tengslum við kynslóðaskipti eða einfaldlega við andlát með tilheyrandi brunaútsölum til að fjármagna skattgreiðsluna. Ef gera á breytingar á matsreglum eða skattstofni erfðafjárskatts þurfa að liggja fyrir skýr markmið með breytingunum. Stjórnvöld þurfa að leggja mat á breytingarnar og velta upp þeirri spurningu hvort flækja eigi hluti sem hafa virkað eða hvort frekar ætti að horfa til þess að einfalda hlutina og hreinlega afnema erfðafjárskattinn eins og fordæmi eru fyrir. Helgi Már Jósepsson, lögmaður og Cristina Cretu, fulltrúi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur reglulega sprottið upp umræða um tilgang erfðafjárskatts. Skatturinn byggir á þeirri grunnforsendu að tilfærsla verðmæta milli kynslóða geti réttlætt skattlagningu. Um leið vekur hann upp spurningar um eðli „tekna“, greiðslugetu og mögulega tvísköttun, ekki síst þegar erfðir eru í formi eignarhluta í félögum. Arfur er hvorki laun né söluhagnaður, en er þó skattlagður. Á Íslandi er erfðafjárskattur nú 10% af skattstofni. Skatthlutfallið var hækkað úr 5% í 10% árið 2011. Þótt nokkur almenn sátt hafi ríkt um meginkerfið hafa reglulega komið fram tillögur um breytingar, einkum um skatthlutfall, frítekjumark og matsreglur. Matsreglur skipta sérstaklega máli þegar arfur er í formi eignarhlutar í rekstri. Í slíkum tilvikum getur skattskylda byggst á mati sem endurspeglar undirliggjandi verðmæti eigna, þótt erfinginn hafi hvorki selt eignina né fengið reiðufé í sinn hlut. Ef eignirnar eru síðan seldar, eða ef félagið selur eignir sem búa yfir óinnleystum virðisbreytingum, getur aftur komið til skattlagningar og skiptir þá engu máli að greiddur hafi verið erfðafjárskattur af sömu eign. Verðmætin sem söluhagnaður reiknast af tekur engum breytingum þó greiddur hafi verið erfðafjárskattur, stofninn hækkar ekki. Breytingar í vændum? Í lok síðasta árs kom fram frumvarp til breytinga á lögum um erfðafjárskatt sem á endanum var dregið til baka. Í einföldu máli fólst megin tillaga frumvarpsins í því að miða skyldi mat eigna mun oftar við „markaðsverð“. Þetta átti meðal annars að gilda um land, þar sem fasteignamat er oft lægra en markaðsverð. Einnig var lagt til að svipaðar matsreglur ættu að gilda um eignarhluti í félögum, þar sem taka átti rýmra tillit til undirliggjandi verðmæta og réttinda. Slík nálgun getur aukið skattstofninn verulega, og jafnframt aukið kostnað og flækjustig, bæði vegna matsgerða og ágreinings um verðmat en í lagafrumvarpinu var mjög óljóst hver ætti t.d. að bera þann kostnað. Einnig er rétt að hafa í huga að hjá félögum er oftast nær undirliggjandi tekjuskattsskattskuldbinding til staðar og erfinginn erfir ef svo má segja þá stöðu þegar hann erfir eignarhlut í félagi, en hann erfir ekki viðkomandi eignir sem í félaginu eru. Ef skattstofn erfðafjárskatts er færður nær markaðsverði án þess að horft sé til slíkra undirliggjandi skattskuldbindinga, getur niðurstaðan orðið sú að erfingi greiðir erfðafjárskatt af verðmætum sem eru í reynd „hlaðin“ framtíðarskattskuldbindingum. Slíkt fyrirkomulag fellur illa að þeim veruleika að á næstu árum munu mörg tilfelli kynslóðaskipta óhjákvæmilega eiga sér stað, meðal annars hjá bændum og fjölskyldufyrirtækjum. Skattkerfið þarf að vera skýrt og fyrirsjáanlegt að þessu leyti auk þess að vera sanngjarnt svo erfingjar þurfi ekki að bregðast við skyndilegu andláti með brunaútsölu til að fjármagna erfðafjárskattinn. Hvað með nágrannaríki okkar? Það er ekki bara á Íslandi sem erfðafjárskatturinn hefur verið umdeildur og hafa sum nágrannaríki okkar ákveðið að afnema hann að öllu leyti. Í Svíþjóð var skatturinn afnuminn árið 2004 og Norðmenn gerðu slíkt hið sama árið 2014 og var það m.a. gert til að liðka fyrir kynslóðaskiptum. Fleiri lönd sem við viljum almennt bera okkur saman við eru ekki með erfðafjárskatt svo sem Austurríki, Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland. Hver er framtíð erfðafjárskatts? Þegar litið er á erfðafjárskatt í stærra samhengi skiptir ekki aðeins máli hverju skatturinn skilar í tekjur fyrir ríkissjóð, sem er reyndar ekki hlutfallslega mikið af tekjum ríkissjóðs, heldur einnig hvaða umsýslu- og afleiddur kostnaður fellur til, bæði hjá stjórnvöldum og almenningi. Einnig þarf að huga að því hvort skattlagningin styðji eða torveldi eðlilegar eignatilfærslur hvort sem það er í tengslum við kynslóðaskipti eða einfaldlega við andlát með tilheyrandi brunaútsölum til að fjármagna skattgreiðsluna. Ef gera á breytingar á matsreglum eða skattstofni erfðafjárskatts þurfa að liggja fyrir skýr markmið með breytingunum. Stjórnvöld þurfa að leggja mat á breytingarnar og velta upp þeirri spurningu hvort flækja eigi hluti sem hafa virkað eða hvort frekar ætti að horfa til þess að einfalda hlutina og hreinlega afnema erfðafjárskattinn eins og fordæmi eru fyrir. Helgi Már Jósepsson, lögmaður og Cristina Cretu, fulltrúi hjá KPMG Law.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun