Mannfallið að nálgast tvær milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2026 20:11 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Pokrovsk. Getty/Maciek Musiaklek, Anadolu Eftir tæplega fjögurra ára átök er fjöldi rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafa fallið, særst eða horfið í átökunum frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu að nálgast tvær milljónir. Rússar eru sagðir hafa misst nærri því 1.200 þúsund menn en Úkraínumenn tæplega sex hundruð þúsund. Þetta er niðurstaða greiningar sérfræðinga bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies, eða CSIS, sem birt var í dag. Tölur um mannfall í átökunum hafa ávallt verið á miklu reiki og tölur sem bæði Úkraínumenn og Rússar gefa upp um mannfall hjá hvorum öðrum þykja ekki áreiðanlegar. Sérfræðingar CSIS notuðust þess í stað við tölur frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk annarra upplýsinga. Í niðurstöðunum grein CSIS segir að framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu sé frá fimmtán til sjötíu metrar á dag og að erfitt sé að finna hægari framsókn hers í stríði á síðustu hundrað árum. Miðað við þróunina hingað til geti mannfall hjá Rússum náð tveimur milljónum fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sérfræðingar CSIS vísa til orða Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, frá því í desember en þar lýsti hann því yfir að rússneskir hermenn sæktu fram á allri víglínunni eins og hún leggur sig og að sigur þeirra væri vís. Þeir segja aðra hafa endurómað þessa sviðsmynd og þar á meðal háttsettir embættismenn vestanhafs. Sé rýnt í gögnin og stöðuna á víglínunni sé fátt sem bendi til þess að sigur Rússa sé vís. Þess í stað virðist sem máttur Rússlands fari minnkandi. Minni hreyfing en í fyrri heimsstyrjöldinni Í niðurstöðum CSIS segir að af áðurnefndum 1,2 milljónum hermanna séu 325 þúsund fallnir. Ekkert stórveldi hafi orðið fyrir sambærilegu mannfalli í stríði frá seinni heimsstyrjöldinni. Framganga rússneskra hermanna hafi þar að auki verið einstaklega hæg. Við Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna um langt skeið, hafi framsóknin verið hægari en hreyfingar á víglínunni í Somme í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá segir einnig að útlitið á efnahagssviðinu sé ekkert mikið skárra. Hagkerfi Rússlands sýni mikil veikleikamerki þó það sé líklega ekki nálægt því að falla saman. Hagvöxtur hafi dregist verulega saman og það sama eigi við bæði framleiðslu og neyslu. Verðbólga sé enn há og skortur sé á vinnuafli í Rússlandi. Þá sé Rússland að dragast verulega aftur úr þegar kemur að tækni. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu nýverið við menn frá Bangladess sem segjast hafa verið þvingaðir til herþjónustu í Rússlandi. Ítrekaðar árásir á orkuver Samhliða vandræðum Rússa á víglínunni hafa þeir einbeitt sér að dróna- og eldflaugaárásum á orkuver og innviði í Úkraínu. Kalt er á svæðinu og hefur verið um nokkuð skeið en íbúar víða um Úkraínu hafa glímt við langvarandi rafmagns- og hitaveituleysi vegna þessara árása. Þá hafa einnig átt sér stað viðræður milli Úkraínumanna og Rússa um mögulega leið að friði. Þær viðræður hafa ekki skilað árangri hingað til. Rússar hafa lagt áherslu á að úkraínskir hermenn hörfi frá stórum hluta Dónetsk-héraðs sem þeir halda enn. Svæðið þykir mjög víggirt en Pokrovsk og aðrar borgir eru á því. Úkraínumenn vilja ekki láta þetta svæði af hendi og segja að með því gætu Rússar öðlast skotpall lengra inn í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að Evrópa geti ekki varið sig án Bandaríkjanna. Segja má að Rutte hafi látið Evrópuþingmenn heyra það á fundi varnar- og utanríkismálanefndar Evrópuþingsins í dag. 26. janúar 2026 23:01 Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Einn er látinn og að minnsta kosti 23 eru særðir eftir umfangsmiklar flugskeyta- og drónaárásir Rússa á Karkív og Kænugarð sem stóðu fram á morgun en borgirnar eru þær tvær stærstu í Úkraínu. 24. janúar 2026 10:13 Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. 23. janúar 2026 11:04 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Þetta er niðurstaða greiningar sérfræðinga bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies, eða CSIS, sem birt var í dag. Tölur um mannfall í átökunum hafa ávallt verið á miklu reiki og tölur sem bæði Úkraínumenn og Rússar gefa upp um mannfall hjá hvorum öðrum þykja ekki áreiðanlegar. Sérfræðingar CSIS notuðust þess í stað við tölur frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk annarra upplýsinga. Í niðurstöðunum grein CSIS segir að framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu sé frá fimmtán til sjötíu metrar á dag og að erfitt sé að finna hægari framsókn hers í stríði á síðustu hundrað árum. Miðað við þróunina hingað til geti mannfall hjá Rússum náð tveimur milljónum fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sérfræðingar CSIS vísa til orða Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, frá því í desember en þar lýsti hann því yfir að rússneskir hermenn sæktu fram á allri víglínunni eins og hún leggur sig og að sigur þeirra væri vís. Þeir segja aðra hafa endurómað þessa sviðsmynd og þar á meðal háttsettir embættismenn vestanhafs. Sé rýnt í gögnin og stöðuna á víglínunni sé fátt sem bendi til þess að sigur Rússa sé vís. Þess í stað virðist sem máttur Rússlands fari minnkandi. Minni hreyfing en í fyrri heimsstyrjöldinni Í niðurstöðum CSIS segir að af áðurnefndum 1,2 milljónum hermanna séu 325 þúsund fallnir. Ekkert stórveldi hafi orðið fyrir sambærilegu mannfalli í stríði frá seinni heimsstyrjöldinni. Framganga rússneskra hermanna hafi þar að auki verið einstaklega hæg. Við Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna um langt skeið, hafi framsóknin verið hægari en hreyfingar á víglínunni í Somme í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá segir einnig að útlitið á efnahagssviðinu sé ekkert mikið skárra. Hagkerfi Rússlands sýni mikil veikleikamerki þó það sé líklega ekki nálægt því að falla saman. Hagvöxtur hafi dregist verulega saman og það sama eigi við bæði framleiðslu og neyslu. Verðbólga sé enn há og skortur sé á vinnuafli í Rússlandi. Þá sé Rússland að dragast verulega aftur úr þegar kemur að tækni. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu nýverið við menn frá Bangladess sem segjast hafa verið þvingaðir til herþjónustu í Rússlandi. Ítrekaðar árásir á orkuver Samhliða vandræðum Rússa á víglínunni hafa þeir einbeitt sér að dróna- og eldflaugaárásum á orkuver og innviði í Úkraínu. Kalt er á svæðinu og hefur verið um nokkuð skeið en íbúar víða um Úkraínu hafa glímt við langvarandi rafmagns- og hitaveituleysi vegna þessara árása. Þá hafa einnig átt sér stað viðræður milli Úkraínumanna og Rússa um mögulega leið að friði. Þær viðræður hafa ekki skilað árangri hingað til. Rússar hafa lagt áherslu á að úkraínskir hermenn hörfi frá stórum hluta Dónetsk-héraðs sem þeir halda enn. Svæðið þykir mjög víggirt en Pokrovsk og aðrar borgir eru á því. Úkraínumenn vilja ekki láta þetta svæði af hendi og segja að með því gætu Rússar öðlast skotpall lengra inn í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að Evrópa geti ekki varið sig án Bandaríkjanna. Segja má að Rutte hafi látið Evrópuþingmenn heyra það á fundi varnar- og utanríkismálanefndar Evrópuþingsins í dag. 26. janúar 2026 23:01 Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Einn er látinn og að minnsta kosti 23 eru særðir eftir umfangsmiklar flugskeyta- og drónaárásir Rússa á Karkív og Kænugarð sem stóðu fram á morgun en borgirnar eru þær tvær stærstu í Úkraínu. 24. janúar 2026 10:13 Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. 23. janúar 2026 11:04 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að Evrópa geti ekki varið sig án Bandaríkjanna. Segja má að Rutte hafi látið Evrópuþingmenn heyra það á fundi varnar- og utanríkismálanefndar Evrópuþingsins í dag. 26. janúar 2026 23:01
Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Einn er látinn og að minnsta kosti 23 eru særðir eftir umfangsmiklar flugskeyta- og drónaárásir Rússa á Karkív og Kænugarð sem stóðu fram á morgun en borgirnar eru þær tvær stærstu í Úkraínu. 24. janúar 2026 10:13
Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. 23. janúar 2026 11:04