Innlent

Helgi Bjartur einnig á­kærður fyrir vændiskaup

Árni Sæberg skrifar
Héraðsdómur Reykjaness mun dæma í málinu.
Héraðsdómur Reykjaness mun dæma í málinu. Vísir/Vilhelm

Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem sætir ákæru fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, er einnig ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi sama kvöld.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur Helga Bjarti en hún var þingfest í dag og Vísir hefur hana því undir höndum. Áður hafði verið greint frá því að hann sæti ákæru fyrir að nauðga drengnum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði og að reyna að hafa við hann samræði.

Þetta kom fram í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp að kvöldi 14. janúar. Með úrskurðinum sneri Landsréttur úrskurði Héraðsdóms Reykjaness og hneppti Helga Bjart í gæsluvarðhald til 6. febrúar á grundvelli almannahagsmuna. Ætla má að gæsluvarðhald það verði framlengt, enda er ljóst að dómur mun ekki ganga fyrir 6. febrúar.

Í ákærunni segir að Helgi Bjartur sæti einnig ákæru fyrir kynferðisbrot, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. september 2025, greitt fyrir vændi að Bolholti í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×