Körfubolti

Sparkaði í og trampaði á mót­herja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ismael Romero er kúbversk-púertórískur körfuboltamaður sem spilar með púertóríska landsliðinu en var áður með kúbverska landsliðinu.
Ismael Romero er kúbversk-púertórískur körfuboltamaður sem spilar með púertóríska landsliðinu en var áður með kúbverska landsliðinu. Getty/Gregory Shamus

Körfuboltamaðurinn Ismael Romero hjá AL Ahli á yfir höfði sér langt bann eftir árás á Nick Demusis, leikmann Zamboanga Valientes.

Það urðu algjörlega brjálaðar senur á Dubai International Championship-körfuboltamótinu þegar Romero sparkaði í og traðkaði á Demusis.

Atvikið átti sér stað þegar 5:34 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta eftir að Demusis, þekktur fyrir ljúfmennsku sína, braut Fernandez.

Í ofsafenginni hefndaraðgerð sparkaði Romero Fernandez, sem er einnig erlendur leikmaður Meralco í Austur-Asíu ofurdeildinni, einu sinni í andlit Demusis og traðkaði síðan aftur á hálsinum á honum á meðan filippseyski framherjinn lá á gólfinu.

Hinn 34 ára gamli Demusis skreið strax að hliðarlínunni til að forðast frekari skaða þar sem sást til Fernandez elta hann. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan.

Dómarar leiksins vísuðu Fernandez tafarlaust úr leik og voru búnir að reka hann út úr húsi á meðan árásin var enn í gangi, enda algjörlega fordæmalaus hegðun.

Þrátt fyrir að hafa misst erlenda leikmann sinn tókst Al Ahli að tryggja sér 110-103 sigur og skildu Valientes eftir án sigurs í B-riðli.

Rizza Diaz, eiginkona Demusis, varð vitni að árásinni og var í áfalli.

„Þetta var átakanlegt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta gæti gerst hér í Dúbaí þar sem við vitum að lögin eru ströng, sérstaklega varðandi líkamsárásir,“ sagði Diaz við SPIN.ph.

„Ég hefði aldrei ímyndað mér að þetta myndi koma fyrir Nick, vitandi hversu góður strákur hann er bæði innan og utan vallar,“ bætti hún við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×