Handbolti

Sjáðu myndirnar: Blá kræki­ber í hel­víti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslendingar fengu ekki marga miða á leikinn eins og sést vel á þessari mynd. Danir voru í miklum meirihluta í stúkunni í Herning. 
Íslendingar fengu ekki marga miða á leikinn eins og sést vel á þessari mynd. Danir voru í miklum meirihluta í stúkunni í Herning.  Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar um bronsið á Evrópumótinu í handbolta eftir þriggja marka tap á móti Dönum í undanúrslitaleiknum í gærkvöldi. Hér má sjá myndir frá leiknum.

Íslensku strákarnir veittu heims- og Ólympíumeisturunum mikla mótspyrnu langt fram eftir leik en héldu ekki allan leikinn.

Danir sluppu því með skrekkinn á móti baráttuglöðu og huguðu íslensku landsliði en þeim dönsku var augljóstlega létt í leikslok.

Danir voru í miklum meirihluta í höllinni í Herning eins og sést vel á frábærri mynd Vilhelms Gunnarssonar hér fyrir ofan.

Vilhelm náði annars líka þessum flottu myndum hér fyrir neðan.

Selfyssingarnir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason áttu báðir góðan leik en voru líka mjög svekktir í leikslok.Vísir/Vilhelm
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var ekki sáttur með ýmislegt í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm
Janus Daði Smárson trúir ekki sínum eigin augum eftir að Danir fengu ódýran dóm til sín.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn Gíslason gaf allt sitt í vörnina en íslenska liðinu tókst að hægja á besta sóknarliði mótsins.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi Magnússon byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti en náði ekki alveg að halda það út.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn Gíslason fagnar einu góðu stoppi en hann var með átta löglegar stöðvanir í leiknum.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már Elísson með dóttur sinni í leikslok en strákarnir fengu að hafa fjölskyldur sínar í höllinni.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már Elísson hughreystir liðsfélaga sína í leikslok.Vísir/Vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson fékk ekki úr miklu að moða í leiknum en það var gott að hitta fjölskyldumeðlimi eftir leikinn.Vísir/Vilhelm
Danir lögðu ofurkapp á að stöðva Gísli Þorgeir Kristjánsson og tókst það betur en flestum andstæðingum Íslands.Vísir/Vilhelm
Var þetta ekki eitthvað dómarar?Vísir/Vilhelm
Viggó Kristjánsson fékk örugglega gott pepp frá sínum bestu eftir sárt tap.Vísir/Vilhelm
Vonbrigðin voru auðvitað mjög mikil í leikslok enda ætluðu strákarnir að komast í leik um gullið.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi Magnússon kominn í gegn en Elliði Snær Viðarsson hefur fengið þungt högg.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×