Allt iðar af lífi og fjöri á Flúðum
Allt iðar af lífi og fjöri á Flúðum um helgina því þar eru um tvö hundruð börn og unglingar í körfuboltabúðum. Landsliðsmenn hafa heimsótt búðirnar og EuroBasket bikarinn, sem Ísland keppir um á Evrópumótinu í haust, var til sýnis.