Mark Martel spilar óskalög hlustenda
Marc Martel er raddtvífari Freddie Mercury og hefur ferðast um heim allan til að flytja stærstu smelli Queen ásamt hljómsveit sinni. Marc er söngrödd Freddie í Óskarsverðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody, sem fjallar um sögu Queen. Hann kemur fram í sannkallaðri tónleikaveislu á Ásvöllum í kvöld.