Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, var í dag leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og sagði að Yoon hefði brotið grundvallarréttindi borgaranna þegar hann lýsti yfir herlögum í desember. Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun til að lýsa yfir herlögum í landinu, að hans eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu.

0
01:30

Vinsælt í flokknum Fréttir