Umfangsmiklar árásir í aðdraganda jóla
Minnst þrír voru drepnir, þar á meðal fjögurra ára gamalt barn, í stórfelldum árásum Rússa víðsvegar um Úkraínu í nótt. Rússar eru sagðir hafa beint um 650 drónum og tugum flugskeyta gegn skotmörkum sínum í Úkraínu, og urðu bæði heimili og orkuinnviðir fyrir skemmdum sem olli víðtæku rafmagnsleysi.