Ítrekar ósk um að eignast Grænland
Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að gera Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, að sérstökum erindreka Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi hefur vakið hörð viðbrögð. Landry hyggst beita sér fyrir því að Bandaríkin eignist landið en Grænlendingar og Danir hafa ítrekað að það standi ekki til boða og hafa kallað bandaríska sendiherrann á teppið.