Hóf landhernað í borginni Deir al Balah
Ísraelsher hóf í morgun landhernað í borginni Deir al Balah á miðhluta Gasastrandarinnar. Borgin er ein fárra sem hefur að mestu sloppið við innrás Ísraelshers á landi, og því hefur fjöldi fólks frá öðrum svæðum á Gasa flúið þangað á síðustu misserum.