Hrafnhildur - sýnishorn
„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn,“ segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur – heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni „Hrafnhildur“ er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Handrit og leikstjórn: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá Hinsegin daga.