Rokland
Rokland er hárbeitt svört kómedía, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason. Myndin verður frumsýnd 14. janúar. Leikstjóri er Marteinn Þórisson og með aðahlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Laddi.
Rokland segir frá Bödda (Ólafur Darri Ólafsson), sem snýr aftur til Sauðárkróks eftir 10 ára námsdvöl í Þýskalandi og ætlar sér að breyta hugsunarhætti Íslendinga. Á bloggsíðu sinni, og yfir nemendum sínum, predikar Böddi sínar háleitu, þýsku hugsjónir í bland við víkingaaldar rómantík. Hann fer heldur geyst og er rekinn úr starfi sem kennari við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Böddi heldur því af stað til Reykjavíkur á hestinum Nietzsche, tilbúinn að hefja byltingu.