Stóru málin - Júdóþjálfarinn bíður spenntur

Um þriðjungur þjóðarinnar er með verðtryggðar fasteignaskuldir. Fréttastofa hefur frá hruni rætt við fjölmarga ósátta skuldara, sem sáu lán sín hækka skarpt í verðbólgunni frá 2008. Við ákváðum að heilsa upp á einn þeirra aftur, Óda, júdóþjálfara á Akureyri. Hann byggði hús ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni sem var tilbúið árið 2006. Við ræddum við hann fyrst í vor, skömmu fyrir kosningar og birtum fyrst stutta upprifjun á því viðtali. Svo hittum við hann aftur á dögunum, 8 mánuðum síðar, til að kanna hvort aðstæður hefðu breyst.

15044
05:30

Vinsælt í flokknum Kosningar