Ísland í dag - Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram
Nú eru veislur víða haldnar eða í undirbúningi. Og hægt er að vara með veisluskreytingu með fallegum blómum sem síðan er hægt að flytja út í beð eða pott í garðinum eða svölunum eftir veislurnar og njóta svo áfram í allt sumar. Listakonan og frumkvöðullinn Ásta Kristrún Ragnarsdóttir skreytir veisluborð með einstaklega fallegum plöntum sem hún svo setur út í garðinn í potta fyrir sumarið. En Ásta er ásamt eiginmanni sínum hinum dáða tónlistarmanni Valgeiri Guðjónssyni að fara að halda spennandi dagskrár með tónleikum og fleiru í kringum páskana. Annars vegar tónleika í Dómkirkjunni á skírdag 17.apríl og svo í Eyrarbakkakirkju laugardaginn 19. apríl. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér þessar sérstöku og fallegu veisluskreytingar hjá þeim hjónum á Eyrarbakka.