Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sýkla­lyfja­ó­næmi raun­veru­leg ógn

Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu.

Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri

Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála.

Innlent
Fréttamynd

Undrast sinnu­leysi for­vera sinna og vill laga­breytingar

Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu.

Innlent
Fréttamynd

„Þarna náum við að svæla allt upp á yfir­borðið“

Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög slæmt fyrir sam­fé­lagið í heild sinni“

Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst ekki við greiðslum frá Al­þingi

Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að endur­skoða atkvæðagreiðslu utan kjör­fundar

Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari.

Innlent
Fréttamynd

Kjörnir full­trúar þurfi að huga að í­mynd sinni

Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin hefur víð­tækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu

Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins annar kassinn af tveimur með at­kvæðum skilaði sér

Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór á­fram þing­flokks­for­maður

Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.

Innlent