Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. Innlent 23. september 2021 19:00
Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. Lífið 23. september 2021 11:16
Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. Innlent 22. september 2021 13:39
Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. Innlent 22. september 2021 12:13
Líf og fjör í kosninga- og skemmtiþætti Stöðvar 2 á laugardagskvöld Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 á laugardag fara strákarnir í Æði á kostum, Björn Bragi tekur frambjóðendur í þrælskemmtilegt Kviss, Magnús Hlynur og aðrir fréttamenn verða úti um hvippinn og hvappinn og makar frambjóðenda sitja fyrir svörum. Lífið 22. september 2021 10:12
Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. Innlent 21. september 2021 12:00
Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi. Innlent 21. september 2021 11:01
Simmi Vill valdi fimm einstaklinga sem hann treystir til að stjórna landinu Sigmar Vilhjálmsson er gestur í nýjasta þættinum af Blökastinu og fengu strákarnir hann til þess að ræða pólitík þar sem hann hefur farið mikinn í þeim efnum upp á síðkastið. Lífið 21. september 2021 08:45
Reykjavíkurmódelið gæti myndað ríkisstjórn Flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu myndað fjögurra floka ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Núverandi stjórnarmeirihluti er kolfallinn samkvæmt könnuninni. Innlent 14. september 2021 19:21
Hættur að styðja ríkisstjórnina ef það væri ekki svona stutt í kosningar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur með að umhverfisráðherra friðlýsi svæði hægri vinstri á meðan þing er í fríi. Við aðrar kringumstæður væri hann hættur stuðningi við ríkisstjórnina. Innlent 14. september 2021 16:30
Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Hanna Katrín tókust á í Pallborðinu Fulltúar Vinstri grænna, Viðreisnar og Flokks fólksins mættu í beina útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi í dag. Þetta er fjórða og síðasta pallborðsumræðan með fulltrúum flokka sem bjóða fram til Alþingis í næstu viku. Innlent 14. september 2021 13:13
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Innlent 14. september 2021 12:14
Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár. Innlent 14. september 2021 11:37
Fatahönnuður Íslands vandar um við Guðmund Andra og segir ekki ganga að vera druslulegur á þinginu Guðmundur Andri Thorsson, sem nú berst fyrir pólitísku lífi sínu í öðru sæti Samfylkingar í Kraganum, greindi frá raunum sínum í prófkjörsbaráttu, sem varða klæðaburð. Fatahönnuður Íslands, sjálf Dóra Einars, er ekki þeirrar gerðar að vera meðvirk og segir þingmanninum að hysja upp um sig buxurnar. Lífið 14. september 2021 10:22
Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. Innlent 10. september 2021 19:21
Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. Innlent 9. september 2021 11:52
Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Innlent 7. september 2021 12:17
Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. Innlent 6. september 2021 19:22
Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19. Innlent 1. september 2021 19:41
Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Innlent 1. september 2021 16:35
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. Innlent 26. ágúst 2021 06:29
Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. Innlent 25. ágúst 2021 13:38
Framboðsfrestur til Alþingis rennur út tíunda september Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að framboðsfrestur til Alþingis er til klukkan tólf á hádegi hinn 10. september. Innlent 19. ágúst 2021 08:49
Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. Innlent 18. ágúst 2021 12:42
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. Innlent 18. ágúst 2021 11:02
Elsti kvenoddvitinn frestar ballettþátttöku fyrir stjórnmálin Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur er elsta kona til að vera oddviti flokks í framboði til alþingiskosninga í haust. Hún fer fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi og segist hissa á að ekki skuli vera fleiri konur á hennar aldri að leiða lista að þessu sinni. Innlent 17. ágúst 2021 12:17
Jakob Frímann í viðræðum um að leiða Flokk fólksins í NA-kjördæmi Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður kemur sterklega til greina sem oddviti fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Innlent 16. ágúst 2021 15:00
Umhverfinu meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fór ófögrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt á landsfundi Miðflokksins í dag. Innlent 14. ágúst 2021 15:02
Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Innlent 13. ágúst 2021 20:01
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. Innlent 12. ágúst 2021 17:07