Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 16:37 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, fékk að heyra það frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar í upphafi þingfundsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tekur fyrst til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytta af hálfu forseta Alþingis, hann ætlar ekki að birta greinargerðina. Þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ segir hún. „Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð. Ég skil það ekki, er hann gísl flokkshollustunnar? Er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt.“ Þorbjörg vitnar þá í 16. grein laga um ríkisendurskoðun: Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi. „Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinagerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur til máls í kjölfarið og slær upp vörnum. Birgir vísar í 15. grein sömu laga og Þorbjörg talaði um. Hann segir að það hafi komið fram að um sé að ræða vinnugagn sem ber að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar ríkisendurskoðunar. Alþingi sé komið í rugl Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stígur næstur upp í pontu. Hann segir málið einnig snúast um lög um stjórnsýslu Alþingis. „Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá fer það um það hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Þá furðar hann sig á því að forseti Alþingis vilji ekki birta álitsgerð lögfræðinga um málið þó svo að Lindarhvol beri að birta álitið. „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta, öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en nú er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“ „Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem barist hefur hvað harðast fyrir því að greinargerðin sé birt. Í umræðunni vekur hann athygli á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að halda lögfræðiálitinu frá almenningi. „Það sem er athyglisvert hér er að yfirstjórn Alþingis hefur einmitt synjað fjölmiðli um aðgang að þessu skjali á sama ranga lagagrundvellinum. Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Hann segir þingmenn hafa kallað látlaust eftir því að greinargerðin og lögfræðiálitið sé birt en ekki hafi verið orðið við því. „Í lögfræðiálitinu kemur svo fram mjög sannfærandi rökstuðningur fyrir því að upplýsingarréttur almennings taki til greinargerðarinnar sjálfrar um Lindarhvol, enda hafi stjórnsýsla Alþingis verið felld undir gildissvið upplýsingalaga árið 2019. Sem aftur hrekur allar þær röksemdir sem komu hér fram í máli stjórnarmeirihlutans á mánudaginn í síðustu viku. Þegar mér var bannað með meirihlutavalda að spyrja spurninga um innihald greinargerðarinnar.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tekur fyrst til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytta af hálfu forseta Alþingis, hann ætlar ekki að birta greinargerðina. Þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ segir hún. „Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð. Ég skil það ekki, er hann gísl flokkshollustunnar? Er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt.“ Þorbjörg vitnar þá í 16. grein laga um ríkisendurskoðun: Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi. „Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinagerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur til máls í kjölfarið og slær upp vörnum. Birgir vísar í 15. grein sömu laga og Þorbjörg talaði um. Hann segir að það hafi komið fram að um sé að ræða vinnugagn sem ber að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar ríkisendurskoðunar. Alþingi sé komið í rugl Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stígur næstur upp í pontu. Hann segir málið einnig snúast um lög um stjórnsýslu Alþingis. „Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá fer það um það hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Þá furðar hann sig á því að forseti Alþingis vilji ekki birta álitsgerð lögfræðinga um málið þó svo að Lindarhvol beri að birta álitið. „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta, öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en nú er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“ „Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem barist hefur hvað harðast fyrir því að greinargerðin sé birt. Í umræðunni vekur hann athygli á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að halda lögfræðiálitinu frá almenningi. „Það sem er athyglisvert hér er að yfirstjórn Alþingis hefur einmitt synjað fjölmiðli um aðgang að þessu skjali á sama ranga lagagrundvellinum. Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Hann segir þingmenn hafa kallað látlaust eftir því að greinargerðin og lögfræðiálitið sé birt en ekki hafi verið orðið við því. „Í lögfræðiálitinu kemur svo fram mjög sannfærandi rökstuðningur fyrir því að upplýsingarréttur almennings taki til greinargerðarinnar sjálfrar um Lindarhvol, enda hafi stjórnsýsla Alþingis verið felld undir gildissvið upplýsingalaga árið 2019. Sem aftur hrekur allar þær röksemdir sem komu hér fram í máli stjórnarmeirihlutans á mánudaginn í síðustu viku. Þegar mér var bannað með meirihlutavalda að spyrja spurninga um innihald greinargerðarinnar.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira