Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Lýðræðinu gefið langt nef

Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmdir ofbeldismenn á Kvíabryggju

Vísir birtir upplýsingar um samsetningu fanga miðað við þá dóma sem þeir hafa fengið, en fangelsun bankamanna hefur vakið hatrama umræðu um fangelsismál.

Innlent
Fréttamynd

Fámennt á árshátíð þingmanna

Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlaðið í bálköstinn

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem stendur ekki vel, hefur tekið ákvörðun um að efna til átaka, innan þings og utan. Ósamlyndi innan ríkisstjórnarinnar er opinbert og að nýjustu vendingar nái að auka samtakamátt meðal ráðherranna og þingflokka ríkisstjórnar er ólíklegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gamlir formenn Framsóknar forviða

Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak.

Innlent
Fréttamynd

Með ólíkindum að hundsa nefnd

Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar

Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings.

Innlent
Fréttamynd

Skora á stjórnvöld að standa við gefin loforð

Þingflokkur jafnaðarmanna í Evrópuþinginu, S&D, hvetur íslensk stjórnvöld til að standa við þau loforð sem gefin voru fyrir síðustu kosningar þess efnis að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki boðað til þingfundar í dag

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hafnaði í morgun ósk minnihlutans um að haldinn verði þingfundur í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin í Evrópusambandsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Píratar myndu fá fjórtán þingmenn

Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta.

Innlent
Fréttamynd

Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið

Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir.

Skoðun
Fréttamynd

Ristilkrabbamein – marsinn fyrir skipulagða skimum

istilkrabbamein er alvarlegur sjúkdómur sem oft er erfitt að lækna vegna þess hvað hann greinist seint. Það er þekkt og almennt viðurkennt að forstig þessa meins, hið góðkynja kirtilæxli, er auðvelt að greina og fjarlægja

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna þolir fólk ekki pólitíkusa

Eru stjórnmálamenn tvívíðir og svart-hvítir Pappírs-Pésar, ófærir um bæði sjálfstæða og gagnrýna hugsun? Eru stjórnmálamenn ekkert annað en viljalausar strengjabrúður peningaafla í samfélaginu, sneyddir sómakennd og sannfæringu?

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýr ómöguleiki?

Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, þannig hljóðar upphaf stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að stöðva samningaferlið meðan hún barðist um í dauðateygjunum. Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið og tilkynnt að hún mun taka framfyrir hendur Alþingis Íslendinga og ætlar að gera samþykkt Alþingis að engu. Það er merkur og mikill viðburður í sögu þings og þjóðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lögleysa Orkustofnunar

Nýverið lagði Orkustofnun til við verkefnisstjórn þriðja áfanga Rammaáætlunar að hún taki fyrir tvo orkukosti – Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu – sem eru á landsvæði sem þegar er í verndarflokki áætlunarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Barnalán

Ég hef fengið það verkefni að vera einn talsmanna barna á Alþingi og undirritaði yfirlýsingu um það á samkomu UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna á 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í nóvember síðastliðnum.

Skoðun