Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Skoðun 5. september 2023 08:31
Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Innlent 3. september 2023 15:43
Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Innlent 3. september 2023 09:39
Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Innlent 2. september 2023 21:05
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Innlent 2. september 2023 12:48
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. Innlent 2. september 2023 08:23
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Innlent 1. september 2023 12:00
Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. Innlent 31. ágúst 2023 16:38
Pólitískt meðvitundarleysi ríkisstjórnar Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Skoðun 30. ágúst 2023 07:30
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. Innlent 29. ágúst 2023 16:00
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Innlent 29. ágúst 2023 12:21
„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Innlent 28. ágúst 2023 21:38
„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Innlent 27. ágúst 2023 10:48
Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Innlent 26. ágúst 2023 15:55
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. Innlent 25. ágúst 2023 21:17
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Innlent 25. ágúst 2023 19:11
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Innlent 25. ágúst 2023 12:14
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir hagræðingu í rekstri Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til fréttamannafundar í ráðuneyti sínu klukkan 11:30 í dag. Innlent 25. ágúst 2023 10:30
„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Innlent 24. ágúst 2023 22:29
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Innlent 24. ágúst 2023 14:04
Segir aðgerðaleysi ríkisstjórnar bitna mest á almenningi Þingkona Samfylkingarinnar segir áríðandi að ríkisstjórnin bregðist við erfiðu efnahagsástandi í landinu. Eina ráðið geti ekki verið stýrivaxtahækkanir. Hún kallar eftir alvöru aðgerðum sem virki núna fyrir heimilin í landinu. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 13:00
Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Innlent 23. ágúst 2023 14:34
Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Innlent 23. ágúst 2023 13:31
Ný reglugerð um íbúakosningar „ákveðin tilraunastarfsemi“ Kosningabifreiðar og sextán ára kosningaaldur er á meðal þess sem opnað er á í nýrri reglugerð innviðaráðherra um íbúakosningar í sveitarfélögum. Skrifstofustjóri ráðuneytisins segir um ákveðna tilraunastarfsemi að ræða. Innlent 22. ágúst 2023 13:14
Sextán ára kosningaaldur og færanlegir kjörstaðir í nýrri reglugerð Ef ný reglugerð innviðaráðherra nær fram að ganga munu íbúakosningar í sveitarfélögum fara fram á tveggja til fjögurra vikna tímabili, með möguleika á hreyfanlegum kjörstöðum, til að mynda kosningabifreiðum. Innlent 22. ágúst 2023 07:43
Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. Atvinnulíf 21. ágúst 2023 07:00
Margrét nýr framkvæmdastjóri þingflokks Pírata Margrét Rós Sigurjónsdóttir, umhverfisfræðingur og sérfræðingur í sjálfbærni, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Pírata. Innlent 18. ágúst 2023 17:19
Áfram Árneshreppur og hvað svo? Árneshreppur á Ströndum tók þátt í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“. Um er að ræða verkefni sem byggir á byggðaáætlun og er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. „Áfram Árneshreppur“ en svo kallast verkefnið í Árneshreppi, var hrundið af stað árið 2018 og er nú komið á loka metrana. Skoðun 17. ágúst 2023 15:30
Afl til allra átta Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri. Skoðun 16. ágúst 2023 13:31
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. Innlent 15. ágúst 2023 23:51