Vill úr borgarstjórn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 12:52 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. „Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“ Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“
Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira