Guðmundur Árni hættur við og styður Ölmu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 11:14 Guðmundur Árni er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Hafnarfirði. Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu. Það stefndi í slag um fyrsta sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir þá ein á fyrsta sætið. Guðmundur Árni segist styðja Ölmu Möller landlækni í fyrsta sæti listans en hún hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. sæti. „Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni,“ segir Guðmundur Árni og að hann styðji Ölmu til forystusætis. „Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu. Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er,“ segir hann og að hann biðji fjölmiðla og aðra að virða þessar persónulegu aðstæður. Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Það stefndi í slag um fyrsta sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir þá ein á fyrsta sætið. Guðmundur Árni segist styðja Ölmu Möller landlækni í fyrsta sæti listans en hún hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. sæti. „Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni,“ segir Guðmundur Árni og að hann styðji Ölmu til forystusætis. „Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu. Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er,“ segir hann og að hann biðji fjölmiðla og aðra að virða þessar persónulegu aðstæður.
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46