Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

„Þetta er ömur­legt á­stand og þjóðinni ekki bjóðandi“

Hver á fætur öðrum fóru stjórnarandstöðuþingmenn í pontu nú síðdegis og fordæmdu afdráttarlaust orð Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra þess efnis að stjórnarandstaðan væri með þingið í gíslingu. Nýr þingmaður, Hilda Jana, sló þingheim út af laginu þegar hún lýsti ástandinu á þinginu sem óbærilegu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert fundar­boð vegna „mikil­mennsku­æðis“ stjórnar­flokkanna

Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei.

Innlent
Fréttamynd

Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu

Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið.

Innlent
Fréttamynd

Spari­st­ellið hennar ömmu

Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru þing­menn Norð­austur­lands?

Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stríð gegn al­þjóð­legu sam­starfi

Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Lítil breyting færir karpið úr bakherbergjum og í þingsal

Alþekkt er að stjórnarliðar geri fyrirvara um hin ýmsu stjórnarfrumvörp en breytt vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í þinginu gera hins vegar sérstaklega ráð fyrir því að fyrirvararnir verði kynntir opinberlega og skrifaðir út í ræðum og andsvörum í þinginu.

Klinkið
Fréttamynd

Sterkari í sam­einaðri rödd

Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið.

Skoðun
Fréttamynd

Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur

Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Guðrún andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars en hún var 86 ára.

Innlent
Fréttamynd

Okkar Astrid Lindgren kveður

Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Ingu Sælands hreppir sæti í stjórn Íslandspósts

Það varð meiri háttar uppstokkun á stjórn Íslandspósts fyrir helgi þegar nánast öllum stjórnarmönnum ríkisfyrirtækisins var skipt út. Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjártæknifélagsins Two Birds, situr áfram í stjórn en Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Gísli Sigurjón Brynjólfsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Baldvin Örn Ólason koma í stað þeirra sem skipt var út.

Klinkið
Fréttamynd

Guðrún Helgadóttir er látin

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Af­glöp við af­glæpa­væðingu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem settur var saman árið 2017 sagði: „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis.“

Skoðun
Fréttamynd

Mannúð og friður

Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir á að frumvarp um af­glæpa­væðingu verði á dag­skrá í haust

Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 

Innlent