Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Hefði viljað þriðja markið“

    “Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag.

    Sport

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Við vorum skít­hræddir“

    „Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Stoltir af að kló­festa hæfi­leika­búnt frá Ís­landi

    Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    KSÍ opið fyrir sjálf­krafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu

    Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik

    Þjálfari KR var að vonum sáttur en samt með spurningar um liðið sitt eftir góðan sigur í kvöld. KR náði að vinna Fram á útivelli og var þetta fyrsti útisigur liðsins í sumar. Sigurinn lyfti Vesturbæingum upp í níunda sæti en leikar enduðu 0-1 og það var örlítið annar blær á KR-ingum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Júlíus: Ó­geðs­lega sætt

    KR vann flottan sigur á Fram fyrr í kvöld 0-1 á Lambhagavellinum. Júlíus Mar Júlíusson bar fyrirliðabandið í dag og leiddi sína menn til sigurs. Hann var í viðtali við Gulla Jónss. strax eftir leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur

    KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“

    Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Kær­kominn sigur eftir þunga daga“

    Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“

    „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum

    Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins.

    Íslenski boltinn