Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS

Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Bílar
Fréttamynd

Raf-Hummer með krabbatækni

Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi.

Bílar
Fréttamynd

Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman í ágúst

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen hefur afhendingar á ID.3

Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki.

Bílar
Fréttamynd

Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig

Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil.

Bílar
Fréttamynd

Nissan fagnar fimm hundruð þúsundasta Leaf-inum

Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030

Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna.

Bílar
Fréttamynd

Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd

Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972.

Bílar
Fréttamynd

Honda flutt á Krókháls 13

Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a. að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar. Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir bæði Honda og Kia sem og Mercedes-Benz sem er með höfuðstöðvar í næsta húsi á Krókhálsi 11.

Bílar
Fréttamynd

Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda

Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr.

Bílar
Fréttamynd

Nýskráningum fólksbíla fækkar um 58% á milli mánaða

Samtals voru nýskráðar 677 fólksbifreiðar í ágúst, þær voru næstum því 1000 fleiri í júlí eða 1606. Apríl og maí eru einu mánuðirnir þar sem færri nýskráningar fólksbifreiða hafa verið, það sem af er ári. Þær voru 451 í apríl og 606 í maí.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Mercedes-Benz GLA á leiðinni

Nýr Mercedes-Benz GLA er kominn í sölu hjá Bílaumboðinu Öskju en fyrstu bílarnir verða afhentir í desember nk. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessum bíl þar sem GLA verður nú í boði í EQ Power tengiltvinnútfærslu með drægi á rafmagninu allt að 60 km. Búist er við að sú útfærsla af bílnum verði sérlega vinsæl.

Bílar
Fréttamynd

Tvö þúsundasti rafbíllinn afhentur hjá BL

BL náði ánægjulegum áfanga á miðvikudag, þegar tvö þúsundasti rafbíllinn frá BL var afhentur nýjum eigendum við Sævarhöfða. Um var að ræða MG ZS EV, sem er nýtt merki í flóru BL sem hóf rafbílasölu í lok ágúst árið 2013 þegar BL kynnti fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims, Nissan Leaf.

Bílar
Fréttamynd

60,8% af nýjum seldum bílum hjá Brimborg raf- eða tengiltvinn bílar

Aukning hefur orðið í sölu hreinna rafbíla og tengiltvinn rafbíla (PHEV) hjá Brimborg. Stöðug aukning hefur verið í hlutfalli rafbíla af heildarsölu Brimborgar og náði hlutfallið nýjum hæðum í júlí þegar það fór í 60,8% af seldum fólksbílum. Aukið úrval rafbíla og tengiltvinn rafbíla frá bílaframleiðendum Brimborgar skýrir aukna sölu segir í fréttatilkynningu frá Brimborg.

Bílar
Fréttamynd

Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak

Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak sem á að verða ódýrari og auka umsvif Tesla á heimsmarkaði. Eins hlaðbakurinn að vera andsvar við tilraunum eldri bílaframleiðenda til að keppa við Tesla samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla.

Bílar
Fréttamynd

Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante

Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl.

Lífið