Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 10:00 Michael Taylor og Zayek á flugvelli í Tyrklandi þar sem einkaþotan millilenti á leiðinni til Líbanons, Ghosn ólst upp í Líbanon. Enginn framsalssamingur er á milli Líbanons og Japans. AP/DHA Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið. Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið.
Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25