

Bíó og sjónvarp
Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Tökur á Game of Thrones hefjast í nóvember
Tökur á nýrri seríu af Game of Thrones munu hefjast um miðjan nóvember næstkomandi. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus, í samtali við Vísi. "Þeir koma hérna í nóvember," segir Snorri. Tökurnar munu fara fram á svæði við Mývatn.

Fyrsta sýnishorn úr Steindanum okkar 3
Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishornið úr þriðju þáttaröð Steindans okkar. Eins og sést bregður Steindi sér í allra kvikinda líki og keyrir grínið áfram af fullum krafti. "Stöð 2 kynnir með stolti stórfenglegt niðurlag besta grínþríleiks allra tíma,“ segir í sýnishorninu en Steindinn okkar 3 snýr aftur á Stöð 2 í ágúst.

Tökur hefjast við Mývatn í haust
„Það er nokkurn veginn búið að ákveða að þau komi í haust aftur,“ segir Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Þriðja þáttaröð af miðaldafantasíunni Game of Thrones verður að hluta til tekin upp hér á landi. Aðilar frá bandarísku sjónvarpsþáttunum komu hingað fyrripartinn í maí og skoðuðu tökustaði í samvinnu við Pegasus. Þeim leist vel á Norðurland og þá sérstaklega Mývatnssvæðið. „Þetta verður einhvers staðar þar en það er ekki búið að negla það alveg niður. Það eru margir staðir sem koma til greina. Menn þekkja Suðurlandið og það getur vel verið að það verði eitthvað þar líka. En það eru ekki endilega jöklar sem þeir vilja mynda núna,“ segir Snorri.

Skoða nýja tökustaði fyrir Game of Thrones í maí
Aðstandendur Game of Thrones þáttanna eru væntanlegir til landsins í maí til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir þriðju seríu þáttanna. Þetta staðfestir Snorri Þórisson í samtali við Vísi. Farið verður víða um landið til að skoða mögulega tökustaði, meðal annars á Norðurland. Snorri vill þó ekki segja neitt nánar málið þangað til að ákvarðanir verða teknar. "Það er best að hafa sem fæst orð um það á meðan ekki er búið að ákveða neitt,“ segir Snorri.

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones væntanleg
Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones hefur slegið í gegn um víða veröld og nú hefur verið ákveðið að gera þriðju þáttaröðina. Hún verður sýnd á Stöð 2.

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones væntanleg
Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones hefur slegið í gegn um víða veröld og nú hefur verið ákveðið að gera þriðju þáttaröðina. Hún verður sýnd á Stöð 2.

Íslensku fatalínurnar brjálæðislegar og svolítið á mis
Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna.

Úr greipum nördanna
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti.

Ísland eins og tölvugrafík
"Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. "Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér."


Game of Thrones á Stöð 2 í apríl
Ein stórkostlegasta sjónvarpsþáttaröð síðari ára snýr aftur og er sýnd á Stöð 2 innan við sólarhring eftir frumsýningu þáttanna í Bandaríkjunum.

Fyrstir með Game of Thrones
Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones verða Evrópufrumsýndir á Stöð 2 þann 2. apríl. Fyrsti þátturinn verður því sýndur á sjónvarpsstöðinni innan við sólarhring eftir frumsýninguna á HBO í Bandaríkjunum.

Ótrúleg lífsreynsla á Íslandi
Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju kynningarmyndbandi um þættina sem var tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í fyrra.

Tökulið Game of Thrones snýr aftur
Möguleiki er á því að framhald verði á tökum þáttanna Game of Thrones hér á landi í sumar og í haust. Íslenskur aukaleikari segir það hafa verið kyngimagnað að taka þátt í verkefninu.

Kynningarmyndband um tökur Game of Thrones á Íslandi
Kynningarmyndband um nýja þáttaröð af sjónvarpsþættinum Game of Thrones var opinberað á YouTube í dag. Framleiðendur þáttanna fara þar yfir tökur á Íslandi.

Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision
"Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega.

Þættir Stöðvar 2 sigursælir á Golden Globe
Þættir Stöðvar 2 hlutu 8 af 11 sjónvarpsverðlaunum sem veitt voru á Golden Globe verðlaunahátíðinni á sunnudag. Modern Family var valinn besti gamanþátturinn og Homeland besti dramatíski þátturinn.

Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta
Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter.

GusGus og The Weeknd eiga plötur ársins hjá Vasadiskó
Rafsveitin GusGus og kanadíska söngvarinn er kallar sig The Weeknd eiga plötur ársins að mati útvarpsþáttarins Vasadiskó en seinna uppgjör þáttarins fór fram í dag. Plöturnar Arabian Horse og House of Balloons þóttu standa upp úr að mati þáttarstjórnanda en einnig voru plötur Mugison, Bjarkar, Sóleyjar og Lay Low inn á topp 5 á íslenska listanum en plötur Tune-Yards, Lauru Marling,Wu-Lyf og Önnu Calvi á þeim erlenda.

Game of Thrones snýr aftur 1. apríl
Sjónvarpsstöðin HBO tilkynnti í dag að önnur sería af sjónvarpsþættinum vinsæla Game of Thrones verði frumsýnd 1. apríl næstkomandi.

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni EINN
Vísir frumsýnir hér sýnishorn úr svörtu gamanmyndinni EINN, sem verður frumsýnd í byrjun mars. EINN fjallar um kvikmyndagerðarmanninn Helga sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Helgi byggir handrit myndarinnar á sínu eigin lífi og nákomnum persónum. Þegar framleiðendur koma við sögu vilja þeir sjá breytingar á handritinu. Hægt og rólega fara breytingarnar að hafa bein áhrif á líf Helga. Hann missir þá tök á veruleikanum og kemur sér og sínum í óborganlegar aðstæður.

Ísland á hvíta tjaldinu - Þrjár stórmyndinu á teikniborðinu
"Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood,“ segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð.

Lausir við timburmennina
Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina.

Kveðjupartí Game of Thrones á Fjörukránni
Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði.

Aðdáendurnir himinlifandi með mistök Djöflaeyjunnar
Óklippt innslag af menningarþættinum Djöflaeyjunni, þar sem tökustaður Game of Thrones var heimsóttur, er nú að finna inni á aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku sást í innslaginu persóna sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt ríka áherslu á að yrði haldið leyndri og höfðu gert heiðurssamkomulag við þá fjölmiðla sem heimsóttu tökustaðinn að umrædd persóna yrði hvergi nefnd né birt. Aðdáendur hafa nú upplýst að persónan heitir Ygritte og er leikin af Rose Leslie.

Kit Harington djammaði á Hressó
Leikarinn Kit Harington átti frí frá tökum á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones síðastliðið fimmtudagskvöld og sótti tónleika með hljómsveitinni Mammút á Hressó. Harington þótti bæði kurteis og geðþekkur og lét lítið fyrir sér fara.

Héldu að ævintýraþáttur væri upphafið að Kötlugosi
Neyðarlínunni var í morgun tilkynnt um torkennilega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdalsjökuls, og veltu tilkynnendur því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu.

RÚV biðst afsökunar á Djöflaeyjunni
„Þeir fengu alveg skýr fyrirmæli eins og aðrir fjölmiðlar um að ekki mætti sýna þessa persónu,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Í innslagi menningarþáttarins Djöflaeyjunnar um tökur Game of Thrones hér á landi mátti sjá bregða fyrir persónu úr annarri þáttaröðinni sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt blátt bann við að yrði notuð í umfjöllun íslenskra fjölmiðla.

Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna
„Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana."

Enginn öruggur í Game of Thrones
Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi.