Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram 5. nóvember 2024 þar sem Repúblikaninn Donald Trump hafði betur gegn Demókratanum Kamölu Harris.

Demókratar: 0
Repúblikanar: 0
Democrat Candidate
Republican Candidate
/>

*Skv. New York Times


Fréttamynd

Búa sig undir ákæru á hendur Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður mögulega ákærður í dag eða á næstu dögum, fyrir brot á lögum um kosningar. Hann yrði fyrsti fyrrverandi forseti til að verða ákærður en Trump hefur sjálfur kallað eftir umfangsmiklum mótælum og Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir að hann verði handtekinn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Erlent
Fréttamynd

„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“

Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær.

Erlent
Fréttamynd

Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump

Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Erlent
Fréttamynd

DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News

Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi.

Erlent
Fréttamynd

Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar

Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í.

Erlent
Fréttamynd

Haley fer fram gegn Trump

Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill komast aftur á Facebook

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður

Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna afskipta hans af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lokið störfum. Ekki er ljóst hvort Trump verði ákærður en ákveða á seinna í mánuðinum hvort opinbera eigi skýrslu ákærudómstólsins eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Erfið vika í vændum hjá Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar.

Erlent
Fréttamynd

De Santis með forskot á Trump

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári.

Erlent
Fréttamynd

Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu

Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Dómarar veita Trump enn eitt höggið

Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump.

Erlent
Fréttamynd

Murdoch snýr baki við Trump

Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump lýsir yfir framboði

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref

Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar DeSantis

Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“

Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun

Erlent
Fréttamynd

Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar.

Erlent
Fréttamynd

Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki.

Erlent
Fréttamynd

Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vill ekki heita því að sitja heilt kjörtímabil sem ríkisstjóri, nái hann endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði. Charlie Crist, mótframbjóðandi hans, gagnrýndi ríkisstjórann í kappræðum þeirra í gær og sagði hann ekki hafa áhuga til að sinna embættinu áfram. Öll hans athygli beindist að mögulegu forsetaframboði.

Erlent