Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 09:12 Búist er við því að Trump gefi sig fram í New York í næstu viku. AP/Evan Vucci Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. Ákærudómstóll í New York samþykkti að gefa út ákæru á hendur Trump fyrir hans þátt í 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámleikonu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 í gær. Saksóknari á enn eftir að birta ákæruna og því er ekki ljóst fyrir hvað Trump er ákærður nákvæmlega. Mögulegt er talið að hann sé ákærður fyrir að brjóta kosningalög. Ákæran markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur fyrrverandi forseti er sóttur til saka fyrir glæp í sögu landsins. AP-fréttastofan segir að Trump, sem er í Flórída, hafi verið beðinn um að gefa sig fram í dag en lögfræðingar hans hafi borið því við að leyniþjónustan, sem gætir öryggis hans, hafi óskað eftir lengri tíma til að undribúa sig. Talsmaður saksóknara segir líklegt að Trump gefi sig fram á þriðjudag. Þá má búast við því að tekin verði fingraför og fangamynd af Trump áður en hann kemur fyrir dómara til þess að svara fyrir sakirnar í ákærunni. Telja ákæruna eiga sér pólitískar rætur Tíðindin af ákærunni þjappaði repúblikönum saman í gær. Helstu keppinautar Trump í forvali flokksins flýttu sér að gefa út yfirlýsingar um að saksóknin á hendur honum ætti sér pólitískar rætur, að sögn Washington Post. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og sá sem flestir telja helsta áskoranda Trump, kallaði ákæruna „óbandaríska“ og fordæmdi að réttarkerfið væri notað sem vopn til að ná pólitískum markmiðum. Hann hét því að leyfa ekki framsal Trump til New York ef til þess kæmi. The weaponization of the legal system to advance a political agenda turns the rule of law on its head. It is un-American. The Soros-backed Manhattan District Attorney has consistently bent the law to downgrade felonies and to excuse criminal misconduct. Yet, now he is…— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) March 30, 2023 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, sagði ákæruna aðeins sundra bandarísku þjóðinni enn frekar. „Ég tel að fordæmalaus ákæra á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vegna framboðsmáls sé hneyksli,“ sagði Pence sem Trump reyndi nýlega að kenna um árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Alvin Bragg, saksóknarann í New York, um að valda landinu óbætanlegum skaða með því að hlutast til í forsetakosningum. Hét hann því að beita völdum sínum í þinginu til þess að draga Bragg til ábyrgðar. Alvin Bragg, umdæmissaksóknari á Manhattan, á eftir að birta ákæruna á hendur Trump opinberlega. Ákærudómstóll samþykkti ákæruna í gær.AP/Yuki Iwamura Festi Trump í sessi í flokknum Repúblikanar telja margir að ákæran styrki í raun aðeins pólitíska stöðu Trump. „Hann telur að flestir eigi eftir að sjá þetta sem vopnavæðingu laganna. Frá pólitísku sjónarhorni á þetta eftir að festa Trump í sesssi innan Repúblikanaflokksins,“ segir Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Karólínu sem ræddi við Trump í gær. Aðrir virtust hóta ofbeldi í kjölfar ákærunnar. Þannig sagði Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox News, áhorfendum sínum að nú væri líklega ekki besti tíminn til þess að sleppa takinu af AR-15-árásarrifflum þeirra, að því er segir í frétt New York Times. „Svo virðist sem að réttarríkið hafi verið fellt niður í kvöld, ekki bara fyrir Trump heldur fyrir hvern þann sem íhugaði að kjósa hann,“ sagði Carlson. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Ákærudómstóll í New York samþykkti að gefa út ákæru á hendur Trump fyrir hans þátt í 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámleikonu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 í gær. Saksóknari á enn eftir að birta ákæruna og því er ekki ljóst fyrir hvað Trump er ákærður nákvæmlega. Mögulegt er talið að hann sé ákærður fyrir að brjóta kosningalög. Ákæran markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur fyrrverandi forseti er sóttur til saka fyrir glæp í sögu landsins. AP-fréttastofan segir að Trump, sem er í Flórída, hafi verið beðinn um að gefa sig fram í dag en lögfræðingar hans hafi borið því við að leyniþjónustan, sem gætir öryggis hans, hafi óskað eftir lengri tíma til að undribúa sig. Talsmaður saksóknara segir líklegt að Trump gefi sig fram á þriðjudag. Þá má búast við því að tekin verði fingraför og fangamynd af Trump áður en hann kemur fyrir dómara til þess að svara fyrir sakirnar í ákærunni. Telja ákæruna eiga sér pólitískar rætur Tíðindin af ákærunni þjappaði repúblikönum saman í gær. Helstu keppinautar Trump í forvali flokksins flýttu sér að gefa út yfirlýsingar um að saksóknin á hendur honum ætti sér pólitískar rætur, að sögn Washington Post. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og sá sem flestir telja helsta áskoranda Trump, kallaði ákæruna „óbandaríska“ og fordæmdi að réttarkerfið væri notað sem vopn til að ná pólitískum markmiðum. Hann hét því að leyfa ekki framsal Trump til New York ef til þess kæmi. The weaponization of the legal system to advance a political agenda turns the rule of law on its head. It is un-American. The Soros-backed Manhattan District Attorney has consistently bent the law to downgrade felonies and to excuse criminal misconduct. Yet, now he is…— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) March 30, 2023 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, sagði ákæruna aðeins sundra bandarísku þjóðinni enn frekar. „Ég tel að fordæmalaus ákæra á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vegna framboðsmáls sé hneyksli,“ sagði Pence sem Trump reyndi nýlega að kenna um árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Alvin Bragg, saksóknarann í New York, um að valda landinu óbætanlegum skaða með því að hlutast til í forsetakosningum. Hét hann því að beita völdum sínum í þinginu til þess að draga Bragg til ábyrgðar. Alvin Bragg, umdæmissaksóknari á Manhattan, á eftir að birta ákæruna á hendur Trump opinberlega. Ákærudómstóll samþykkti ákæruna í gær.AP/Yuki Iwamura Festi Trump í sessi í flokknum Repúblikanar telja margir að ákæran styrki í raun aðeins pólitíska stöðu Trump. „Hann telur að flestir eigi eftir að sjá þetta sem vopnavæðingu laganna. Frá pólitísku sjónarhorni á þetta eftir að festa Trump í sesssi innan Repúblikanaflokksins,“ segir Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Karólínu sem ræddi við Trump í gær. Aðrir virtust hóta ofbeldi í kjölfar ákærunnar. Þannig sagði Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox News, áhorfendum sínum að nú væri líklega ekki besti tíminn til þess að sleppa takinu af AR-15-árásarrifflum þeirra, að því er segir í frétt New York Times. „Svo virðist sem að réttarríkið hafi verið fellt niður í kvöld, ekki bara fyrir Trump heldur fyrir hvern þann sem íhugaði að kjósa hann,“ sagði Carlson.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira