„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 10:00 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30