Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var þakklátur fyrir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld því hans lið var komið í erfiða stöðu. Körfubolti 13. febrúar 2025 22:10
„Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn. Körfubolti 13. febrúar 2025 21:47
Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Stjarnan heldur áfram í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn snérist gestunum í vil undir lokin. Hattarliðið á aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér í deildinni. Körfubolti 13. febrúar 2025 21:00
Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Tindastólsmenn eru á svaka skriði í Bónus deild karla í körfubolta og sönnuðu það með sannfærandi 109-96 sigri á Þórsurum úr Þorlákshöfn í Síkinu í kvöld. Körfubolti 13. febrúar 2025 21:00
Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavíkurliðinu til sigurs í sínum fyrsta leik í endurkomunni í þjálfarastólinn en Keflvíkingar enduðu með því fjögurra leikja taphrinu sínu í Bónus deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru skrefinu á undan Haukum á Ásvöllum og unnu að lokum níu stiga sigur, 95-104. Körfubolti 13. febrúar 2025 20:49
Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. Körfubolti 13. febrúar 2025 12:32
GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ GAZ-mennirnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon höfðu ýmislegt að segja í upphitun fyrir leik Hauka og Keflavíkur. Þeir munu lýsa leiknum með sínum einstaka hætti á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld. Körfubolti 13. febrúar 2025 10:00
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. Körfubolti 13. febrúar 2025 09:00
Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Álftnesningar mættu án NBA leikmannsins síns í Smárann í kvöld en unnu samt dramatískan tveggja stiga sigur á Grindvíkingum á þeirra heimavelli, 94-92. Körfubolti 12. febrúar 2025 22:57
„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94. Sport 12. febrúar 2025 22:21
Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Það verður ekkert af því að Remy Martin snúi aftur í lið Keflavíkur á þessari leiktíð, þó að hann hafi ekki verið skráður í annað félag síðan hann sleit hásin í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar í körfubolta á síðasta ári. Körfubolti 11. febrúar 2025 12:30
„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. Körfubolti 10. febrúar 2025 15:32
„Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Jeremy Pargo spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Bónus deild karla síðasta fimmtudag. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi voru mjög hrifnir af hans frammistöðu. Körfubolti 9. febrúar 2025 11:31
Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Körfubolti 8. febrúar 2025 23:32
Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Keflavík hefur ráðið Sigurð Ingimundarson sem þjálfara karlaliðs félagsins í körfubolta. Sigurður mun stýra liðinu samhliða kvennaliði félagsins. Körfubolti 8. febrúar 2025 14:46
„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. Körfubolti 7. febrúar 2025 21:41
Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með 34 stiga sigri á Hetti, 92-58, á Hlíðrenda. Þetta var fjórði sigur Valsliðsins í röð og kom liðinu upp í fimmta sætið. Körfubolti 7. febrúar 2025 20:45
Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Hörmulegt gengi Keflavíkur ætlar engan endi að taka. ÍR-ingar gerður góða ferð í Blue-höllina og unnu sannfærandi níu stiga sigur 81-90. Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. Körfubolti 6. febrúar 2025 22:50
„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. Sport 6. febrúar 2025 22:44
„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. Körfubolti 6. febrúar 2025 21:51
„Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Jóhann Árni Ólafsson stýrði liði Grindavíkur í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs og landaði góðum sigri í Þorlákshöfn 95-104. Jeremy Pargo kom sterkur inn og stýrði sóknarleik Grindvíkinga af yfirvegun Körfubolti 6. febrúar 2025 21:46
Kjartan: Við erum að vaða á liðin Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Körfubolti 6. febrúar 2025 21:22
Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Njarðvíkingar hefndu bikartapsins á móti KR á dögunum með því að bursta Vesturbæinga í IceMar-höllin í Bónus deild karla í kvöld. Njarðvík vann leikinn á endanum með 24 stiga mun, 103-79. Körfubolti 6. febrúar 2025 20:51
Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Álftanes steig stórt skref frá botnbaráttunni og í áttina að úrslitakeppninni með því að leggja Hauka af velli í 17. umferð Bónus deildar karla. Frábær fjórði leikhluti skildi að eftir leik sem var í jafnvægi. Lokatölur 107-90. Körfubolti 6. febrúar 2025 18:32
Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Grindvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákshöfn í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld eftir níu stiga sigur, 104-95 en Grindavíkurliðið var bæði án þjálfara síns og fyrirliða. NBA-maðurinn Jeremy Pargo lék sinn fyrsta leik og skoraði 25 stig. Körfubolti 6. febrúar 2025 18:32
„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 6. febrúar 2025 14:59
GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? „Í raun og veru má teikna þetta upp sem svo að þetta sé jafnvel síðasti séns Hauka á að geta talað sig inn á að halda sæti sínu í deildinni,“ segir Pavel Ermolinskij um GAZ-leik kvöldsins í Bónus deild karla í körfunolta þar sem Álftanes tekur á móti Haukum. Körfubolti 6. febrúar 2025 10:01
Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Mikil spenna ríkir fyrir frumraun Dimitrios Agravanis með toppliði Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Ferilskrá hans ber þess merki að um gæðaleikmann sé að ræða og á Sauðárkróki hittir hann fyrir litla bróður sinn. Körfubolti 6. febrúar 2025 08:01
„Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Leifur Steinn Árnason var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra og eitt af hans verkefnum fyrir þáttinn var að setja saman sitt draumalið af þeim leikmönnum sem hann lék með á sínum ferli. Sport 5. febrúar 2025 12:03
Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Körfubolti 5. febrúar 2025 10:16