„Erum ekki með einhverja milljónamæringa að ausa í okkur peningum“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Vísi eftir sextán stiga tap liðsins gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Breiðablik skoraði fullt af stigum í leiknum en fékk enn fleiri stig á sig. Í lok þriðja leikhluta skoraði Blikaliðið ekki stig í fjórar mínútur og eftir það var öruggt hvort liðið myndi vinna leikinn. Körfubolti 17. nóvember 2023 23:35
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturunum frá Sauðárkrók þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Tindastóll mætti í Ljónagryfjuna í kvöld. Körfubolti 17. nóvember 2023 22:43
„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“ Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Körfubolti 17. nóvember 2023 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Höttur 80-69 | Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik Valur vann góðan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Körfubolti 17. nóvember 2023 22:00
„Erum betra varnarlið en sóknarlið“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með nítján stiga sigur gegn Álftanes 97-78. Sport 17. nóvember 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Álftanes 97-78 | Keflavík valtaði yfir Álftanes Keflavík vann Álftanes afar sannfærandi 97-78 og komst aftur á sigurbraut. Keflavík átti gott áhlaup í öðrum leikhluta og heimamenn litu aldrei um öxl eftir það. Keflavík vann á endanum nítján stiga sigur. Körfubolti 17. nóvember 2023 20:53
Gosið í Eyjum 1973: Hittust á Hlemmi til að vita hvar þeir myndu æfa Grindavíkurliðin spila bæði næsta heimaleik sinn í Subway-deildunum í körfubolta í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn en það verður ekki spilað í Grindavík á næstunni enda bærinn í miðju umbrotanna á Reykjanesinu. Fótbolti 17. nóvember 2023 12:01
Verða vondi kallinn á laugardaginn Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars í Subway deild karla í körfubolta, gerði stórar breytingar á leikmannahópi sínum eftir að liðið tapaði sex fyrstu leikjum sínum. Hann segist hafa vilja semja við Jalen Moore um leið og hann var rekinn frá Haukum. Körfubolti 17. nóvember 2023 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Nánast skorað að vild í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. Körfubolti 17. nóvember 2023 00:03
Hamarsmenn semja við Jalen Moore og reka tvo leikmenn Jalen Moore var fljótur að finna sér annað félag á Íslandi eftir að Haukarnir létu hann fara fyrr í vikunni. Körfubolti 16. nóvember 2023 13:30
Grindvíkingar æfðu í fyrsta sinn eftir rýminguna Körfuboltalið Grindavíkur eru byrjuð að æfa eftir að bærinn var rýmdur á föstudag vegna jarðhræringa á svæðinu. Körfubolti 15. nóvember 2023 14:00
Leikir Grindavíkur í opinni dagskrá og allar tekjur renna til Rauða krossins Stöð 2 Sport blæs til körfuboltaveislu næstkomandi laugardag en þá verða tveir tvíhöfðar í beinni útsendingu. Körfubolti 15. nóvember 2023 12:30
„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. Körfubolti 14. nóvember 2023 21:06
Haukar reka stigahæsta leikmann deildarinnar Bandaríski bakvörðurinn Jalen Moore hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka í Subway deild karla í körfubolta. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann er látinn taka pokann sinn. Körfubolti 14. nóvember 2023 15:32
Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Körfubolti 14. nóvember 2023 14:28
Goðsagnakennd lið: „Þarna lærði maður að vera smá hrokagikkur og að vinna“ Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins frá 1995 og Keflavíkurliðsins frá 1997. Körfubolti 14. nóvember 2023 11:00
„Getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum. Körfubolti 13. nóvember 2023 21:25
Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. Körfubolti 13. nóvember 2023 06:38
Sneri baki í áhorfendur og hámaði í sig snakk Magnús Þór Gunnarsson þreytti frumraun sína sem sérfræðingur í setti á Subway Körfuboltakvöldi. Hann rifjaði þar upp góða sögu frá ferlinum þar sem sást til hans snúa baki í áhorfendur og háma í sig snakk á varamannabekk Keflavíkur. Körfubolti 11. nóvember 2023 13:33
„Allir ungu strákarnir eiga að horfa á hann sem fyrirmynd“ Fögrum orðum var farið um Arnór Helgason, 17 ára leikmann Grindavíkur og eina skærustu vonarstjörnu Subway deildar karla, eftir frammistöðu hans gegn Þór Þorlákshöfn í 6. umferð. Körfubolti 11. nóvember 2023 09:42
Finnur Freyr eftir lygilegan endi í Ólafssal: Verður að koma með þægilegri spurningu en þetta „Segja hvað? Þetta var stórkostlegur leikur, sviptingar og stórir hlutir að gerast. Verður að koma með þægilegri spurningu en þetta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir ótrúlegan þriggja stiga sigur Vals á Haukum í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Körfubolti 10. nóvember 2023 23:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 124-127 | Dramatískur sigur í tvíframlengdum leik Valsmenn unnu Hauka í ótrúlegum körfuboltaleik í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn var tvíframlengdur eftir hreint út sagt ótrúlegar körfur undir lok leiks og lok fyrri framlengingar kvöldsins. Körfubolti 10. nóvember 2023 22:35
Ótrúleg flautukarfa Tahvanainen tryggði Haukum framlengingu Þó Haukar hafi á endanum tapað með þriggja stiga mun gegn Val í Subway-deild karla þá skoraði Ville Tahvanainen eina flottustu körfu ársins sem tryggði Haukum framlengingu. Körfubolti 10. nóvember 2023 22:05
Ívar Ásgrímsson: Höfðum næga orku en okkur skorti kjarkinn Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. Körfubolti 10. nóvember 2023 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. Körfubolti 10. nóvember 2023 21:00
Kári hefur aldrei verið í tapliði í KFUM-slagnum Kári Jónsson er uppalinn Haukamaður en hann spilar í dag með Val. Kári hefur aldrei upplifað það að vera í tapliði í úrvalsdeildinni þegar þessi tvö lið mætast. Körfubolti 10. nóvember 2023 15:30
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 83-75 | Liðsheild Hattar lagði grunninn að sigri á Keflavík Bandaríkjamanninn Remy Martin vantaði í lið Keflavíkur þegar liðið tapaði 83-75 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Það hafði engin áhrif á gleði Héraðsbúa sem fögnuðu góðum sigri. Körfubolti 9. nóvember 2023 22:57
Viðar Örn: Geggjað fyrir okkur að vinna Keflavík Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður eftir 83-75 sigur á Keflavík á Egilsstöðum í kvöld. Frábær liðsheild Hattar, þar sem stigaskorið dreifðist mjög vel, lagði grunninn að sigrinum. Körfubolti 9. nóvember 2023 22:33
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 78-84 | Stjarnan kláraði meistarana í framlengingu Stjarnan vann virkilega sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Tindastóls í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 78-84. Körfubolti 9. nóvember 2023 22:12
„Fannst við gera vel í að kreista þennan fram“ Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með þriðja sigur Grindavíkur í röð í Subway-deild karla. Grindvíkingar lögðu Þórsara frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í kvöld. Körfubolti 9. nóvember 2023 21:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti