„Erum í þessu til þess að vinna“ Stefán Marteinn skrifar 23. janúar 2025 22:11 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101. „Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira