Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Höttur komið í efstu deild á nýjan leik

    Höttur frá Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Hattarmenn lögðu Álftanes 99-70 og unnu þar með einvígi liðanna um sæti í efstu deild örugglega 3-0.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Álftanes vann oddaleikinn í Hornafirði

    Álftanes vann Sindra í oddaleik undanúrslitanna í úrslitakeppni fyrstu deildar karla með þriggja stiga sigri, 77-80. Álftanes og Höttur mætast í úrslitaleiknum um síðasta lausa sætið í Subway-deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík

    Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik

    Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík

    Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn

    „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

    Körfubolti