Viðar Örn: Voru ráðþrota við varnarleik okkar Gunnar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:46 Viðar Örn var sáttur að leik loknum. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður með sitt lið eftir 89-72 sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði leikaðferð Hattar hafa gengið fullkomlega upp. „Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum