Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi

Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt.

Innlent
Fréttamynd

2,5 milljóna sekt fyrir endur­tekin um­ferðar­laga­brot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020.

Innlent
Fréttamynd

Bauðst til að borga táningsstúlku til að sleppa við kæru

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi táningsstúlku. Birti hann kynferðislega mynd af henni á vefsíðu ásamt nafni hennar og upplýsingum um notendanafn hennar á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi

Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Dómar yfir Jar­oslövu og fimm sam­verka­mönnum mildaðir

Jaroslava Davíðsson var í Landsrétti í dag dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot með aðild að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi. Dómur hennar og fimm karlmanna í málinu voru mildaðir frá því sem var í héraðsdómi. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af á­kæru um þvingaða kossa þrátt fyrir af­­sökunar­beiðni og „sjálfu“ á heim­­leið

Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þvingað unga konu til að kyssa sig á leið heim úr miðbænum í júní 2019 var sýknaður af öllum kröfum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sendi konunni, sem er fimmtán árum yngri en hann, skilaboð daginn eftir þar sem hann baðst afsökunar á „gærdeginum“, auk þess sem hann tók af þeim svokallaðar „sjálfur“ á leiðinni, þar sem dómurinn mat hann í „ráðandi“ stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að verja botninn

Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Efling styður rúmenska fé­lags­menn í áfrýjun til Lands­réttar

Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi

Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli

Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn

Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja

Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Hrottaleg árás samstarfsmanna sem sögðust ekki þekkjast

Tveir karlmenn, annar íslenskur og hinn rúmenskur, hafa verið dæmdir í átta og tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrirvaralausa árás á par í Laugardalnum í maí 2016. Parið sat í bíl fyrir utan húsið sitt þegar árásin var gerð en árásarmennirnir notuðu hamar við verkið.

Innlent
Fréttamynd

Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum.

Innlent