Innlent

Ingó áfrýjar til Landsréttar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms til Landsréttar.  
Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms til Landsréttar.   Vísir/Vilhelm

Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði.

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, staðfestir þetta við fréttastofu. Hún segir áfrýjunarstefnu verða senda Landsrétti í dag.

Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur.

Í samtali við fréttastofu segir Auður Björg að ekkert annað hafi komið til greina fyrir sitt leyti.

„Við teljum dóminn bersýnilega rangan og áfrýjum í því skyni að fá honum hnekkt. Ég myndi aldrei leggja til að áfrýja málinu nema ef ég myndi telja svo vera.“

Hún reiknar með því að þónokkrir mánuðir líði þangað til Landsréttur tekur málið fyrir. 

Fréttin hefur verið uppfærð


Tengdar fréttir

„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×