Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2022 10:59 Amelía Rose er nýtt skip eftir allt saman. Sea trips Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17