Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg.

Erlent
Fréttamynd

Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill komast aftur á Facebook

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skatt­svik

Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 

Erlent
Fréttamynd

Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens

Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Leyn­i­leg skjöl fund­ust á eink­a­skrif­stof­u Bid­ens

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs.

Erlent
Fréttamynd

Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður

Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna afskipta hans af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lokið störfum. Ekki er ljóst hvort Trump verði ákærður en ákveða á seinna í mánuðinum hvort opinbera eigi skýrslu ákærudómstólsins eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga

Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Skatt­skýrslur Trump birtar á föstu­dag

Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Trump sagður hafa kveikt upp­reisnar­bálið

Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu að birta skatt­skýrslur Trumps

Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það.

Erlent
Fréttamynd

Mælast til þess að Trump verði á­kærður

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Erfið vika í vændum hjá Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika

Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins.

Erlent
Fréttamynd

Dómarar veita Trump enn eitt höggið

Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump.

Erlent
Fréttamynd

Mætir mótspyrnu innan eigin flokks

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar.

Erlent
Fréttamynd

Þögn eftir að Trump fundaði með þekktum ras­istum

Leiðtogar og þingmenn Repúblikanaflokksins hafa að mestu þagað þunnu hljóði eftir að í ljós kom að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hitti tvo þekkta rasista og gyðingahatara heima hjá sér í Flórída á dögunum. Trump vísar gagnrýni annarra á fundinn á bug.

Erlent
Fréttamynd

Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump

Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu.

Erlent
Fréttamynd

Trump mættur aftur á Twitter

Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í.

Viðskipti erlent