Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2025 16:28 Frá Khan Younis á Gasaströndinni. AP/Jehad Alshrafi) Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erindrekar frá Katar og Egyptalandi deildu tillögunum með leiðtogum Hamas í gær og hafa þeir þær til skoðunar. Hamas fékk enga aðkomu að því að semja áætlunina en hún felur í sér að Hamas-liðar leggi niður vopn. Það er krafa sem hefur verið bein að þeim áður og þeir hafa alfarið hafnað. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Heimildarmaður Reuters, sem sagður er þekkja til þankagangsins innan Hamas, segir tillögurnar halla verulega á Palestínumenn og þeim fylgi skilyrði sem ekki væri hægt að verða við. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Al Jazeera hefur eftir leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, sem leiðir heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, að jákvætt sé að Bandaríkjamenn séu að reyna að koma á friði. Tillögur þeirra jafnist þó á við uppgjöf sem þvinga eigi upp á Palestínumenn án samráðs við þá. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bregðast við tillögunum eins fljótt og þeir geta. AP fréttaveitan segir að erfitt gæti verið fyrir þá að hafna því. Hamas-samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru og hafa verið einangruð nokkuð. Trump hafi tekist að fá nokkra af bandamönnum samtakanna til að styðja tillögurnar. Tuttugu tillögur Tillögur Bandaríkjamanna eru tuttugu talsins. Í stuttu máli sagt fela þær í sér að Ísraelar hörfi að hluta til frá Gasa og að Hamas sleppi þeim gíslum sem eru enn í haldi vígamanna samtakanna. Á móti eiga Ísraelar að sleppa fjölda fólks í haldi þeirra og líkamsleifum fólks sem þeir halda enn. Endurbyggja á Gasaströndina, með alþjóðlegu fjármagni, og auka flæði neyðaraðstoðar þangað og eiga Hamas-liðar að leggja niður vopn og heita því að hætta árásum á Ísraela eða aðra. Þeir Hamas-liðar sem vilja yfirgefa Gasa mega það, vilji ráðamenn einhvers ríkis taka við þeim. Samkvæmt tillögunum á að stofna sérstakt ráð sem stýra á Gasaströndinni um tíma og á það að vera skipað sérfræðingum frá Palestínu og öðrum ríkjum. Ráðið þessu verður stýrt af sérstakri stjórn sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður forseti yfir. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á einnig að sitja í stjórninni, auk annarra. Ráðið og stjórnin eiga svo að stýra endurreisn Gasa, þar til Heimastjórn Palestínu getur tekið í stjórnartaumana, eftir ýmsar umbætur á starfsemi hennar samkvæmt tillögum frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Frökkum og öðrum. Það ferli gæti tekið mörg ár. Tillögurnar segja til um að enginn verði þvingaður á brott og þeir sem hafa áður flúið megi snúa aftur. Þá munu Bandaríkjamenn vinna með öðrum ríkjum Mið-Austurlanda að því að skapa sérstakt gæslulið sem á að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. Samhliða þessari þróun eiga ísraelskir hermenn að hörfa alfarið frá Gasa, að undanskildu öryggissvæði þar sem hermenn eiga að vera þar til það þykir öruggt að flytja þá á brott. Hver ráða á hvenær það er kemur ekki fram í tillögunum. Þá eru tillögurnar mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Erindrekar frá Katar og Egyptalandi deildu tillögunum með leiðtogum Hamas í gær og hafa þeir þær til skoðunar. Hamas fékk enga aðkomu að því að semja áætlunina en hún felur í sér að Hamas-liðar leggi niður vopn. Það er krafa sem hefur verið bein að þeim áður og þeir hafa alfarið hafnað. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Heimildarmaður Reuters, sem sagður er þekkja til þankagangsins innan Hamas, segir tillögurnar halla verulega á Palestínumenn og þeim fylgi skilyrði sem ekki væri hægt að verða við. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Al Jazeera hefur eftir leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, sem leiðir heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, að jákvætt sé að Bandaríkjamenn séu að reyna að koma á friði. Tillögur þeirra jafnist þó á við uppgjöf sem þvinga eigi upp á Palestínumenn án samráðs við þá. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bregðast við tillögunum eins fljótt og þeir geta. AP fréttaveitan segir að erfitt gæti verið fyrir þá að hafna því. Hamas-samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru og hafa verið einangruð nokkuð. Trump hafi tekist að fá nokkra af bandamönnum samtakanna til að styðja tillögurnar. Tuttugu tillögur Tillögur Bandaríkjamanna eru tuttugu talsins. Í stuttu máli sagt fela þær í sér að Ísraelar hörfi að hluta til frá Gasa og að Hamas sleppi þeim gíslum sem eru enn í haldi vígamanna samtakanna. Á móti eiga Ísraelar að sleppa fjölda fólks í haldi þeirra og líkamsleifum fólks sem þeir halda enn. Endurbyggja á Gasaströndina, með alþjóðlegu fjármagni, og auka flæði neyðaraðstoðar þangað og eiga Hamas-liðar að leggja niður vopn og heita því að hætta árásum á Ísraela eða aðra. Þeir Hamas-liðar sem vilja yfirgefa Gasa mega það, vilji ráðamenn einhvers ríkis taka við þeim. Samkvæmt tillögunum á að stofna sérstakt ráð sem stýra á Gasaströndinni um tíma og á það að vera skipað sérfræðingum frá Palestínu og öðrum ríkjum. Ráðið þessu verður stýrt af sérstakri stjórn sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður forseti yfir. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á einnig að sitja í stjórninni, auk annarra. Ráðið og stjórnin eiga svo að stýra endurreisn Gasa, þar til Heimastjórn Palestínu getur tekið í stjórnartaumana, eftir ýmsar umbætur á starfsemi hennar samkvæmt tillögum frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Frökkum og öðrum. Það ferli gæti tekið mörg ár. Tillögurnar segja til um að enginn verði þvingaður á brott og þeir sem hafa áður flúið megi snúa aftur. Þá munu Bandaríkjamenn vinna með öðrum ríkjum Mið-Austurlanda að því að skapa sérstakt gæslulið sem á að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. Samhliða þessari þróun eiga ísraelskir hermenn að hörfa alfarið frá Gasa, að undanskildu öryggissvæði þar sem hermenn eiga að vera þar til það þykir öruggt að flytja þá á brott. Hver ráða á hvenær það er kemur ekki fram í tillögunum. Þá eru tillögurnar mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53
Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41
Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48
Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32