Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 09:11 James Comey, þáverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, þegar hann ræddi við þingnefnd árið 2017. Ákæran varðar framburð hans hjá slíkri nefnd árið 2020. AP/Carolyn Kaster James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50