Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2025 15:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. „Ég heimila einnig fulla valdbeitingu,“ skrifaði Trump fyrir skömmu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil. Þetta segist Trump hafa gert að beiðni Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna en Portland hefur lengi þótt mjög frjálslynd borg og íbúar hennar þykja mjög vinstri sinnaðir. Mótmæli hafa verið tíð við útibú ICE í Portland og hefur komið til átaka þar milli mótmælenda og löggæslumanna. Fyrr í vikunni gaf Trump til kynna að eitthvað stæði til í Portland. „Við ætlum að fara þangað og ætlum að láta þetta lið í Portland finna fyrir því.“ Þá lýsti hann mótmælendum sem „atvinnuögrurum“ og anarkistum. Biðja fólk um að bíta ekki á agnið Keith Wilson, borgarstjóri Portland, benti á það í gær að starfsmönnum ICE hefðu fjölgað mjög í borginni að undanförnu. Velti hann vöngum yfir því hvort Trump ætlaði að standa við hótanir sínar um að senda aukinn mannafla til borgarinnar, samkvæmt héraðsmiðlinum KFox14. Wilson sagði ráðamenn í borginni ekki hafa beðið um aðstoð og sagði að það hefði engan tilgang að senda fleiri löggæslumenn alríkisstofnanna til Portland. Aðrir leiðtogar borgarinnar slógu á svipaða strengi og gagnrýndu hótanir forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Merkley var einnig á blaðamannafundinum. Hann sagði Trump hafa einfalt markmið með að fjölga löggæslumönnum í Portland. Það væri að skapa óreiðu og valda mótmælum og óeirðum. „Hann vill láta Portland líta út eins og hann lýsir henni,“ sagði Merkley. Ráðamenn báðu fólk um að bíta ekki á agnið. Aukin harka eftir morðið á Kirk Frá því Charlie Kirk var myrtur, sem var áhrifamikill áhrifavaldur á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna og vinur Trumps og fjölskyldu hans, hefur forsetinn varið verulega miklu púðri í að berjast gegn öflum sem hann stimplar „öfga vinstri“ og sakar um að bera ábyrgð á pólitísku ofbeldi í Bandaríkjunum. Trump, starfsmenn hans, embættismenn og ráðgjafar, hafa ítrekað heitið hefndum gegn pólitískum andstæðingum forsetans vegna morðsins. Þessi orð hafa beinst gegn breiðum hópi fólks, samtaka og stofnana og oft á veikum grunni. Sjá einnig: „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Eins og rifjað er upp í grein AP fréttaveitunnar hefur Trump áður lýst því að búa í Portland við að vera í „helvíti“ og hefur hótað því að senda starfsmenn alríkislöggæslustofnana og hermenn þangað, eins og hann hefur einnig gert með borgir eins og Chicago og Baltimore. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Tengdar fréttir Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum. 25. september 2025 14:27 Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum. 25. september 2025 07:02 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09 Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. 17. september 2025 11:05 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
„Ég heimila einnig fulla valdbeitingu,“ skrifaði Trump fyrir skömmu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil. Þetta segist Trump hafa gert að beiðni Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna en Portland hefur lengi þótt mjög frjálslynd borg og íbúar hennar þykja mjög vinstri sinnaðir. Mótmæli hafa verið tíð við útibú ICE í Portland og hefur komið til átaka þar milli mótmælenda og löggæslumanna. Fyrr í vikunni gaf Trump til kynna að eitthvað stæði til í Portland. „Við ætlum að fara þangað og ætlum að láta þetta lið í Portland finna fyrir því.“ Þá lýsti hann mótmælendum sem „atvinnuögrurum“ og anarkistum. Biðja fólk um að bíta ekki á agnið Keith Wilson, borgarstjóri Portland, benti á það í gær að starfsmönnum ICE hefðu fjölgað mjög í borginni að undanförnu. Velti hann vöngum yfir því hvort Trump ætlaði að standa við hótanir sínar um að senda aukinn mannafla til borgarinnar, samkvæmt héraðsmiðlinum KFox14. Wilson sagði ráðamenn í borginni ekki hafa beðið um aðstoð og sagði að það hefði engan tilgang að senda fleiri löggæslumenn alríkisstofnanna til Portland. Aðrir leiðtogar borgarinnar slógu á svipaða strengi og gagnrýndu hótanir forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Merkley var einnig á blaðamannafundinum. Hann sagði Trump hafa einfalt markmið með að fjölga löggæslumönnum í Portland. Það væri að skapa óreiðu og valda mótmælum og óeirðum. „Hann vill láta Portland líta út eins og hann lýsir henni,“ sagði Merkley. Ráðamenn báðu fólk um að bíta ekki á agnið. Aukin harka eftir morðið á Kirk Frá því Charlie Kirk var myrtur, sem var áhrifamikill áhrifavaldur á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna og vinur Trumps og fjölskyldu hans, hefur forsetinn varið verulega miklu púðri í að berjast gegn öflum sem hann stimplar „öfga vinstri“ og sakar um að bera ábyrgð á pólitísku ofbeldi í Bandaríkjunum. Trump, starfsmenn hans, embættismenn og ráðgjafar, hafa ítrekað heitið hefndum gegn pólitískum andstæðingum forsetans vegna morðsins. Þessi orð hafa beinst gegn breiðum hópi fólks, samtaka og stofnana og oft á veikum grunni. Sjá einnig: „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Eins og rifjað er upp í grein AP fréttaveitunnar hefur Trump áður lýst því að búa í Portland við að vera í „helvíti“ og hefur hótað því að senda starfsmenn alríkislöggæslustofnana og hermenn þangað, eins og hann hefur einnig gert með borgir eins og Chicago og Baltimore.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Tengdar fréttir Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum. 25. september 2025 14:27 Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum. 25. september 2025 07:02 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09 Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. 17. september 2025 11:05 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum. 25. september 2025 14:27
Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum. 25. september 2025 07:02
Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09
Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. 17. september 2025 11:05