Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Gosið tvöfalt öflugra en hefur verið lengst af

Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist þrettán rúmmetrar á sekúndu sem er miklu meira en þeir tæplega átta rúmmetrar á sekúndu sem áður hafa mælst.

Innlent
Fréttamynd

Aftur opið að gosstöðvunum

Opnað hefur verið fyrir aðgang að gosstöðvunum á Reykjanesi í dag eftir að svæðinu var lokað í gær vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Gasmengun gæti borist yfir byggð á vestanverðu Suðurlandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum

Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag.

Innlent
Fréttamynd

Þrí­brotin en þakk­lát fyrir nafn­lausan hjúkrunar­fræðing

Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga.

Lífið
Fréttamynd

Mosa­eldar við gos­stöðvarnar á­hyggju­efni

Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi

Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Elsti gígurinn mættur aftur til leiks

Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir

Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall

Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið hagar sér nú eins og goshver

Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn

„Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kviku­strókum

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl

Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum.

Innlent