Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Nottingham Forest úr fallsæti eftir góðan útisigur

    Nottingham Forest lyfti sér úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Southampton. Leeds gerði jafntefli við West Ham á heimavelli og þá var niðurstaðan einnig jafntefli í leik Aston Villa og Úlfanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Flóðgáttirnar opnuðust hjá Tottenham

    Tottenham Hotspur vann 4-0 stórsigur á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Tottenham eftir að deildin fór af stað á nýjan leik eftir hlé.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Dijk líklega frá í nokkrar vikur

    Meiðsli sem Virgil Van Dijk varð fyrir í leik Liverpool og Brentford virðast alvarlegri en talið var í fyrstu. Tölfræðin sýnir að Liverpool sækir mun fleiri stig með Van Dijk en án hans.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ó­sáttur Klopp segir Brent­ford „beygja reglurnar“

    Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brent­ford stöðvaði sigur­göngu Liver­pool

    Brentford vann magnaðan 3-1 sigur á Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leik hafði Liverpool unnið fjóra deildarleiki í röð. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Ivan Toney, markahæsti leikmaður Brentford á leiktíðinni, var fjarri góðu gamni. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Luka­ku segir alla vita hvað hann vill

    Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jón Daði á skotskónum

    Jón Daði Böðvarsson komst á blað er Bolton Wanderers lagði Barnsley í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu Swansea í B-deildinni þarlendis.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Við erum ekki að spila Monopoly“

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ýjaði að því á blaðamannafundi að frekari viðskipta sé ekki að vænta hjá félaginu í janúar. Liðið festi kaup á Cody Gakpo frá PSV í upphafi gluggans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Badiashile við það að ganga til liðs við Chelsea

    Chelsea hefur náð samkomulagi um kaup á varnarmanninum Benoit Badiashile frá Mónakó fyrir um 37 milljónir evra. Greint var frá því á dögunum að Chelsea væri nálægt því að klófesta Frakkann unga og nú virðast félagaskiptin nánast vera frágengin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Slæm byrjun á árinu hjá lærisveinum Conte

    Aston Villa gerði frábæra ferð til Lundúna í dag þegar þeir lögðu Tottenham á útivelli í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á nýju ári. Lokatölur 2-0 og lærisveinar Antonio Conte ná því ekki að lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar á ný.

    Enski boltinn