Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate and­lega eða líkam­lega

    Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Birti ógeðsleg skilaboð frá íslenskum strák

    Danski miðvörðurinn Joachim Andersen fékk hundruð hatursfullra skilaboða frá stuðningsmönnum Liverpool eftir viðskipti sín við Darwin Núnez í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann birti nokkur skilaboð, þar á meðal ein frá íslenskum táningi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segja Ron­aldo vera til sölu | Auba­mey­ang gæti leyst hann af hólmi

    Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“

    Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez

    Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arteta: Aldrei upplifað annað eins

    Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili.

    Enski boltinn