Man Utd bætist í hóp félaga sem segja upp styrktarsamningum við rússnesk fyrirtæki Fótboltalið víðs vegar um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki eftir að fréttir bárust um innrás Rússa í Úkraínu. Fótbolti 26. febrúar 2022 10:30
Velta fyrir sér hvort Man United þurfi að vera djarfara í ráðningu á nýjum þjálfara Mikil umræða hefur skapast í kringum Ralf Rangnick og stöðu hans hjá Manchester United, hann er bráðabirgðaþjálfari út tímabilið á meðan félagið leitar að arftaka hans. Hvern félagið mun reyna að fá er óvíst en Man Utd hefur undanfarin ár farið auðveldu leiðina þegar kemur að því að ráða þjálfara. Enski boltinn 26. febrúar 2022 08:01
Gott gengi Southampton heldur áfram Southampton vann Norwich City 2-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 25. febrúar 2022 22:32
Fær frí vegna stríðsins í Úkraínu Andriy Yarmolenko, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, verður ekki með liðinu um helgina en Yarmalenko kemur frá Úkraínu og er kominn í nokkurra daga frí vegna stöðunnar þar í landi. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, verður hins vegar til taks ef þess þarf. Fótbolti 25. febrúar 2022 19:15
Liverpool liðið á efstu þrjá leikmennina á báðum topplistunum Liverpool hefur verið á miklu flugi síðustu vikur og er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Manchester City eftir 6-0 stórsigur á Leeds United í vikunni. Enski boltinn 25. febrúar 2022 13:01
Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. Enski boltinn 25. febrúar 2022 10:30
Instagram eyddi færslu Zinchenko um Putin Stríð geisar nú í Úkraínu þar sem rússneski herinn hefur ráðist inn í suðri, austri og norðri. Enski boltinn 24. febrúar 2022 23:30
Lacazette tryggði Arsenal sigur á lokasekúndum leiksins Arsenal sýndi mikinn karakter og kom til baka gegn Wolverhampton Wanderers í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 24. febrúar 2022 21:43
Mitrovic búinn að bæta markametið strax í febrúar Serbinn Aleksandar Mitrovic skoraði tvívegis í 2-1 sigri Fulham á Peterborough United í ensku b-deildinni í gærkvöldi. Enski boltinn 24. febrúar 2022 17:30
Enginn í Evrópu sparkaður jafnoft niður og Neymar Brasilíumaðurinn Neymar er kannski jafnþekktur fyrir leikaraskap og fyrir snilli sína með boltann. Ný samantekt sýnir fram á að það er alltaf verið að brjóta á kappanum. Fótbolti 24. febrúar 2022 16:00
„Ef við vinnum alla leiki okkar þá eigum við möguleika“ Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru aðeins einum sigurleik frá því að jafna við Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp reyndi að halda pressunni á City í viðtölum eftir leikinn. Enski boltinn 24. febrúar 2022 09:31
Liverpool fór auðveldlega í gegnum Leeds Liverpool vann 6-0 stórsigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 23. febrúar 2022 21:50
Burnley fær líflínu í fallbaráttunni á meðan Watford er í verri málum Tveimur af leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Watford steinlá fyrir Crystal Palace á meðan Burnley sótti afar óvæntan sigur á Tottenham Fótbolti 23. febrúar 2022 21:45
Í beinni: Liverpool - Leeds | Liverpool getur sett mikla pressu á City Liverpool tekur á móti Leeds og getur með sigri minnkað forskot Manchester City í aðeins þrjú stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 23. febrúar 2022 19:15
Í beinni: Burnley - Tottenham | Með fullt sjálfstraust gegn Burnley án Jóhanns Tottenham sækir Burnley heim eftir að hafa unnið Manchester City um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með Burnley vegna meiðsla. Enski boltinn 23. febrúar 2022 19:01
Fred hjá Man. Utd: Svolítið skrítið að vera með bráðabirgðastjóra Brasilíumaðurinn Fred hefur fundið sig mun betur hjá Manchester United eftir að Ralf Rangnick tók við af Ole Gunnar Solskjær í nóvember en finnst það svolítið furðulegt fyrirkomulag að ráða bara knattspyrnustjóra til bráðabirgða. Enski boltinn 23. febrúar 2022 14:30
Búið að finna stuðningsmennina sem köstuðu hlutum í Elanga Forsvarsmenn enska knattspyrnufélagsins Leeds United segja að þeir séu búnir að finna sökudólgana sem köstuðu hlutum inn á völlinn er leikmenn Manchester United fögnuðu marki gegn liði þeirra á sunnudaginn. Enski boltinn 23. febrúar 2022 07:00
Bruno blæs á sögur um óeiningu innan United: „Vinnum saman og töpum saman“ Upp á síðkastið hafa margar sögur af óeiningu innan veggja búningsklefa Manchester United verið á kreiki. Leikmenn liðsins hafa þó stigið fram einn af öðrum og blásið á þær sögusagnir, en Bruno Fernandes gerði einmitt það í dag. Enski boltinn 22. febrúar 2022 22:30
Jón Daði og félagar nálgast umspilssæti Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton Wanderers eru nú aðeins fjórum stigum frá umsspilssæti um sæti í ensku B-deildinni eftir 3-1 sigur gegn Lincoln City í kvöld. Enski boltinn 22. febrúar 2022 22:08
„Þó hann sé einfættur þá verður hann að spila“ Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, sagði frá því í dag að Harry Kane geti tekið þátt í leik liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun og að hann myndi velja framhjerann í liðið þó að hann væri einfættur. Enski boltinn 22. febrúar 2022 18:01
„Loksins skoraðirðu með stóra hausnum þínum“ Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, hefur greint frá því hvað hann sagði við samherja sinn, Harry Maguire, eftir að hann skoraði gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 22. febrúar 2022 16:30
Meirihluti stuðningsmanna vill losna við Ronaldo Skoðanakönnun The Athletic á meðal stuðningsmanna Manchester United kemur ansi illa út fyrir Cristiano Ronaldo og sérstaklega Harry Maguire en Bruno Fernandes er greinilega aðalmaður liðsins í huga flestra. Enski boltinn 22. febrúar 2022 14:01
Sprengdi alla krúttmæla þegar hún fylgdist með pabba í sjónvarpinu Jesse Lingard var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar liðið vann 4-2 sigur á Leeds um helgina. Einn lítill aðdáandi var í skýjunum með niðurstöðuna. Enski boltinn 22. febrúar 2022 12:30
Tuchel: Ekki tíminn til að hlæja að Romelu Lukaku Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, þurfti að svara fyrir tölfræði Romelu Lukaku á blaðamannafundi í gær en hann var haldinn fyrir Meistaradeildarleik Chelsea á móti Lille sem er fram í kvöld. Enski boltinn 22. febrúar 2022 10:01
Útskýrði myndina undarlegu sem hann birti eftir sigurinn gegn Leeds Harry Maguire birti ansi skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni eftir sigur Manchester United á erkifjendum sínum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Maguire hefur nú útskýrt af hverju myndin er eins og hún er. Enski boltinn 21. febrúar 2022 22:01
Enginn leikmaður hefur snert boltann jafnsjaldan og Lukaku um helgina Romelu Lukaku er ein stærsta stjarnan í Chelsea liðinu og ætti að vera mesti markaskorari liðsins. Hann setti hins vegar met í að sjá lítið af boltanum í leik liðsins um helgina. Enski boltinn 21. febrúar 2022 21:00
Carra: Leeds leikurinn nú kannski mikilvægari fyrir Liverpool en úrslitaleikurinn Þetta er stór vika fyrir Liverpool á heimavígstöðvunum. Deildarleikur á Anfield á miðvikudagskvöldið og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Eftir úrslit helgarinnar er deildarleikurinn orðinn stærri en áður. Enski boltinn 21. febrúar 2022 09:01
Roy Keane hefur ekki áhyggjur af Man Utd eftir gærdaginn Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur verið óhræddur við að gagnrýna sitt gamla félag í starfi sínu sem fótboltasérfræðingur í sjónvarpi en hann var frekar jákvæður eftir sigur United á Leeds í gær. Enski boltinn 21. febrúar 2022 08:01
Maguire: Ég skammast mín fyrir þetta Eftir langa bið skoraði Manchester United loksins mark eftir hornspyrnu þegar liðið bar sigurorð af erkifjendum sínum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 20. febrúar 2022 23:01
Úlfarnir lögðu Leicester að velli Wolverhampton Wanderers skellti Leicester City í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 20. febrúar 2022 18:38