Tottenham að fá landa Sons Fátt virðist geta komið í veg fyrir að suður-kóreski fótboltamaðurinn Yang Min-hyuk gangi í raðir Tottenham. Enski boltinn 24. júlí 2024 18:31
Aston Villa eyðir mest af öllum félögum í Evrópu Sumarið á leikmannamarkaðnum í evrópska fótboltanum hefur verið með rólegra móti en það er eitt félag sem hefur verið afar duglegt að spreða peningum. Enski boltinn 24. júlí 2024 13:01
Ederson spilaði æfingaleik en Pep veit ekki hvort hann verði áfram Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, veit ekki hvort hann fái að halda aðalmarkmanni liðsins í sumar. Ederson spilaði æfingaleik í gær en mögulega er hann á leið til Sádi-Arabíu. Enski boltinn 24. júlí 2024 11:30
Aldrei eins margar ábendingar um mismunun á einu tímabili Kick It Out, bresk samtök gegn mismunun í knattspyrnu, greina frá því að aldrei hafi eins margar ábendingar borist á einu tímabili. Samtökin birtu skýrslu um tímabilið 2023–24 í gær. Þar kemur fram að alls hafi borist 1332 ábendingar um mismunun, sem er 32 prósent hækkun frá tímabilinu áður og tvöföldun ef miðað er við tímabilið 2021–22. Enski boltinn 24. júlí 2024 11:01
Danny Drinkwater fjárfesti illa og starfar nú sem iðnaðarmaður Danny Drinkwater, fyrrum leikmaður Leicester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hætti í fótbolta og starfar í dag sem iðnaðarmaður. Hann hefur fjárfest illa eftir að ferlinum lauk en segir að um val sé að ræða þegar fylgjendur hans gerðu grín að byggingarvinnunni. Enski boltinn 24. júlí 2024 10:30
„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“ Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 09:01
„Það verða engin vandræði“ þegar Enzo mætir aftur til Chelsea Enzo Maresca, nýráðinn þjálfari Chelsea, reiknar ekki með því að það verði nokkur vandræði þegar Enzo Fernández snýr aftur til æfinga hjá liðinu meðan verið að rannsaka rasísk ummæli hans. Enski boltinn 24. júlí 2024 07:30
Ætlar að þagga niður í þeim sem segja ljóta hluti um sig á veraldarvefnum Beto, framherji Everton, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar sér að þagga niður í þeim sem hata og er með skjáskot af hinum ýmsu ummælum á netinu til að hvetja sig áfram. Enski boltinn 23. júlí 2024 22:45
PSG sýnir Sancho óvænt áhuga Jadon Sancho, vængmaður Manchester United, er óvænt á óskalista Frakklandsmeistara París Saint-Germain. Enski boltinn 23. júlí 2024 18:30
Leikmaður Man City neitar sök í eiturlyfjamáli Khiaha Keating, markvörður kvennaliðs Manchester City, neitaði í morgun sök fyrir rétti í Manchester-borg. Hún er ákærð fyrir vörslu eiturlyfja. Enski boltinn 23. júlí 2024 17:15
Guardiola: Nei, Kevin er ekkert að fara Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi að belgíski landsliðsmaðurinn Kevin De Bruyne verði áfram hjá enska félaginu. Enski boltinn 23. júlí 2024 13:30
Státar sig af gengi United liðsins undir hans stjórn Manchester United hefur ekki endað neðar í ensku úrvalsdeildinni síðan vorið 1990 en hollenski knattspyrnustjóri liðsins segir liðið vera á góðum stað. Enski boltinn 23. júlí 2024 12:30
Ákærður Barton segir Bretland verðandi bananalýðveldi Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Joey Barton heldur áfram að fara hamförum á samfélagsmiðlum. Nú eftir að hann var ákærður vegna ummæla um fjölmiðla- og fyrrverandi landsliðskonunnar Eni Aluko. Enski boltinn 23. júlí 2024 07:00
Sá leikjahæsti tekur skóna óvænt fram á nýjan leik Hinn 43 ára gamli Gareth Barry hefur óvænt tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila með áhugamannaliðinu Hurstpierpoint á komandi leiktíð. Um er að ræða lið sem spilar í 11. deild enska deildarkerfisins. Enski boltinn 22. júlí 2024 23:31
Onana leysir Luiz af hólmi á Villa Park Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur staðfest kaupin á Amadou Onana en þessi belgíski miðjumaður kemur frá Everton og kostar um 50 milljónir punda eða tæpa níu milljarða íslenskra króna. Enski boltinn 22. júlí 2024 18:15
Chelsea kaupir Kana Virkni Chelsea er áfram mikil á félagsskiptamarkaðnum en félagið bætti við sig bakverði í dag. Enski boltinn 22. júlí 2024 16:31
Grínuðust með nýja varabúning Arsenal Arsenal kynnti á dögunum nýjan varabúning liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni og netverjar tóku strax eftir einu. Enski boltinn 22. júlí 2024 10:25
Ten Hag vill halda McTominay Manchester United þarf líklegast að selja leikmenn eftir að hafa eytt talsverðum pening í nýja leikmenn í sumarglugganum. Einhverjir hafa nefnt Skotann kappsama Scott McTominay sem einn af leikmönnunum sem United gæti fengið dágóðan pening fyrir. Enski boltinn 22. júlí 2024 09:34
Nathaniel Clyne á Hax og Auto Enski knattspyrnumaðurinn Nathaniel Clyne er staddur hér á landi í fríi og tók djammsnúning í höfuðborginni um helgina. Lífið 21. júlí 2024 19:57
United á eftir marksæknu ungstirni Arsenal Hinn 16 ára danski sóknarmaður, Chido Obi, er sagður á ratsjá Manchester United og er tíðinda að vænta af ákvörðun hans um félagskipti á næstu dögum eða klukkutímum samkvæmt véfréttinni Fabrizio Romano. Fótbolti 21. júlí 2024 17:16
Kóngurinn Cantona: „Þarft að njóta leiksins og hafa ástríðu fyrir honum“ Erik Cantona eða King Eric eins og hann er enn kallaður af stuðningsfólki Manchester United eftir ótrúlegan tíma sinn hjá félaginu fór yfir víðan völl í viðtali á dögunum. Hann ræddi framtíð félagsins en hann telur Sir Jim Ratcliffe rétta manninn í að stýra félaginu í rétta átt. Enski boltinn 21. júlí 2024 09:01
Íslendingar aftur til Englands: Hver er næstur? Undanfarin ár hafa ekki margir íslenskir leikmenn spilað í Englandi. Regluverk ensku deildanna eftir Brexit og fleira hefur haft áhrif en nú eru Íslendingar allt í einu farnir að fara í hrönnum til Englands til að spila fótbolta. Stóra spurningin er, hver er næstur? Enski boltinn 21. júlí 2024 08:01
Segir Rangnick hafa haft rétt fyrir sér varðandi vandamál Man Utd Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, verður seint sakaður um að vera annað en hreinskilinn. Hann hefur nú opinberað að Ralf Rangnick, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi haft rétt fyrir sér varðandi vandamál félagsins. Enski boltinn 20. júlí 2024 23:30
Samþykktu tilboð Arsenal í Calafiori Bologna hefur samþykkt kauptilboð Arsenal í ítalska landsliðsmanninn Riccardo Calafiori. Enski boltinn 20. júlí 2024 12:02
Sjáðu ótrúlegt sigurmark Stefáns Teits og félaga gegn Liverpool Stefán Teitur Þórðarson lék með Preston North End þegar liðið sigraði Liverpool, 1-0, í æfingaleik í gær. Eina mark leiksins var í glæsilegri kantinum. Enski boltinn 20. júlí 2024 11:15
Rashford missir bílprófið í hálft ár Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur misst bílprófið í hálft ár vegna hraðaksturs. Enski boltinn 20. júlí 2024 09:31
Vill frekar fara upp um deild en að vinna til Emmy-verðlauna „Upp um deild, ekki spurning,“ sagði Rob McElhenney aðspurður hvort hann vildi vinna til Emmy-verðlauna eða sjá lið sitt, Wrexham, fara upp um deild þriðja árið í röð. Enski boltinn 20. júlí 2024 07:00
Willum Þór keyptur af Birmingham fyrir metverð Willum Þór Willumsson hefur verið keyptur af enska félaginu Birmingham á fjórar milljónir evra. Hann kemur til félagsins frá hollenska liðinu Go Ahead Eagles og gerir fjögurra ára samning. Enski boltinn 19. júlí 2024 16:07
Manchester City kaupir leikmann sem var í „þeirra“ eigu Manchester City hefur gengið frá kaupunum á brasilíska kantmanninum Sávio. Enski boltinn 19. júlí 2024 12:00
Stjóri West Ham vill ólmur fá Kanté N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina en West Ham United hefur mikinn áhuga á að fá franska landsliðsmanninn. Enski boltinn 19. júlí 2024 11:00